Fara í efni

Félagsmálanefnd

170. fundur
11. október 2023 kl. 16:15 - 18:15
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Þórhallur Árnason varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Aðalheiður B Rúnarsdóttir Stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Forvarnir og fræðsla 2023
Málsnúmer 2306007
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leiti að forvarnarteymi Fjarðabyggðar vinni að endurnýjun forvarnaráætlunar.
Vísað til deildarstjóra tómstunda- og forvarnarmála til úrvinnslu.
2.
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
Málsnúmer 2309017
Félagsmálanefnd vísar erindinu til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til áframhaldandi vinnu í starfs- og fjárhagsáætlun.
3.
Erindi Jaspis ágúst 2023
Málsnúmer 2308173
Félagsmálanefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin styrkir starf félaga eldri borgara með reglubundnum framlögum en að svo stöddu getur nefndin ekki styrkt starfið frekar þar sem fjárheimild er ekki til staðar.
4.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024
Málsnúmer 2309168
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leiti að hækka gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024 um 12,5% og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik
Málsnúmer 2309170
Félagsmálanefnd samþykkir að hækka gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2024 um 7,7% og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
6.
Styrkumsókn - breyting á ferðaþjónustubíl
Málsnúmer 2309182
Félagsmálanefnd þakkar fyrir erindið. Félagsmálanefnd getur ekki séð sér fært um að veita umbeðinn styrk.
7.
Ráðstefna um fíknistefnu
Málsnúmer 2310040
Boð á ráðstefna um fíknistefnu kynnt.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
Málsnúmer 2305070
Sviðsstjóri kynnti starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna áfram að starfs- og fjárhagsáætlun.