Fara í efni

Félagsmálanefnd

175. fundur
9. janúar 2024 kl. 16:15 - 19:15
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir Stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 1012010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.
Málsnúmer 2401009
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál var kynnt.
Félagsmálanefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við frumvarpið.
2.
Fundaáætlun félagsmálanefndar, vor 2024
Málsnúmer 2312062
Félagsmálanefnd samþykkir fundaáætlun fyrir vorið 2024.
3.
Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
Málsnúmer 2306007
Félagsmálanefnd og fræðslunefnd fóru yfir forvarnastefnu Fjarðabyggðar 2024-2025. Félagsmálanefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leiti. Máli vísað áfram til bæjarráðs.
4.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2024
Málsnúmer 2307082
Félagsmálanefnd samþykkir uppfærðar reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð og vísar málinu áfram til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
5.
Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
Málsnúmer 2311096
Stjórnendur félagsþjónustu og barnaverndar kynntu verkefni á fjölskyldusviði. Félagsmálanefnd þakkar greinargóða kynningu.
6.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi barnaverndar kynnir sískráningu og þróun mála í barnavernd.
7.
Niðurstöður Skólapúlsins_haust 2023_6.-10. b
Málsnúmer 2401037
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnir niðurstöður Skólapúlsins 2023 fyrir félagsmálanefnd og fræðslunefnd.