Fara í efni

Félagsmálanefnd

177. fundur
12. mars 2024 kl. 16:15 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Helga Rakel Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir Stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Samningur Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu og fullnaðargreiðsluumboð
Málsnúmer 2301026
Samningur Fjarðabyggðar og sveitarfélagsins Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu og fullnaðarafgreiðsluumboð kynntur.
Félagsmálanefnd felur stjórnanda barnaverndar og innleiðingar farsældar í Fjarðabyggð að gera minnisblað fyrir bæjarráð.
Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.

2.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi barnaverndar fer yfir sískráningu til barnaverndarstofu.
3.
Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
Málsnúmer 2311096
Stjórnendur fjölskyldusviðs fara yfir stöðu mála í félagsþjónustu og barnavernd.
Félagsmálanefnd þakkar greinargóða kynningu.
4.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Málsnúmer 2306119
Starfsmenn félags- og vinnumarkaðsráðuneytis komu í heimsókn til Fjarðabyggðar til að vinna með starfsfólki fjölskyldusviðs og formanni félagsmálanefndar að verkefninu Gott að eldast. Fyrstu drög að handbók um útfærslu verkefnisins í Fjarðabyggð kynnt fyrir félagsmálanefnd.
5.
Búsetukjarni og skammtímavistun
Málsnúmer 2301106
Félagsmálanefnd fagnar samstarfsyfirlýsingu Fjarðabyggar og R101 ehf vegna byggingar á sjö íbúða búsetukjarna.
Með byggingu búsetukjarnans verður stigið tímamótaskref í þjónustu við fatlað fólk auk þess sem boðið verður upp á skammtímavistun fyrir fötluð börn.
Félagsmálanefnd voru sýndar teikningar. Stefnt er að því að taka húsið í notkun á árinu 2025.