Félagsmálanefnd
87. fundur
20. september 2016
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Starfsmenn
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir
Embættismaður
Þóroddur Helgason
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Málefni Breiðabliks
Til umræðu voru málefni Breiðabliks. Deildarstjóri búsetuþjónustu gerði grein fyrir þjónustunni sem þar er veitt og einnig þjónustuþörf.
2.
Rekstur hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar
Fyrir liggur minnisblað fjármálastjóra Fjarðabyggðar þar sem gerð er grein fyrir fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar. Einnig var gerð grein fyrir samskiptum forstöðumanns hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð og bæjarstjóra við heilbrigðisráðherra þar sem leitað var lausna við rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar, m.a. með því að koma upp tveimur hvíldarinnlagnarýmum á Hulduhlíð. Félagsmálanefnd tekur undir óskir um að veitt verði leyfi til að koma upp þessum tveimur hvíldarinnlagnarrýmum. Nefndin samþykkir einnig heimild til handa forstöðumanni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð að taka skammtímalán/yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka Hulduhlíðar upp á 10 milljónir króna til allt að 12 mánaða svo hægt verði að bregðast við þeim bráðavanda sem að steðjar.
3.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Félagsmálanefnd, sem starfandi stjórn hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, samþykkir að stofna þriggja manna framkvæmdaráð yfir hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð. Nefndin felur Huldu Sigrúnu Guðmundsdóttur, Valdimar O. Hermannssyni og Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur að sitja í framkvæmdaráði.
4.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013 - 2016
Farið var yfir jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar 2013-2016. Ákveðið var að endurskoða áætlunina til næstu þriggja ára með áherslu á aukna fræðslu og þátttöku ungs fólks. Ákveðið er að ljúka endurskoðun á árinu 2016.
5.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Fræðslustjóri gerð grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið við gerð launa- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.