Fara í efni

Félagsmálanefnd

89. fundur
8. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:10
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1609135
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
2.
Málefni íbúa í Hulduhlíð - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1608104
Akstursþjónusta - Trúnaðarmál.
3.
Rammasamningur um rekstur hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1611031
Fyrir liggur rammasamningur um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Gréta Garðarsdóttir fór yfir hvaða áhrif samningurinn hefði í för með sér og gerði grein fyrir kröfulýsingu fyrir hjúkrunar- og dvalarrými. Helstu breytingar eru að umgjörðin verður skýrari, m.a. hvað varðar stefnumörkun, skráningar og utanumhald. Félagsmálanefnd felur forstöðumanni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð að skrifa undir rammasamninginn fyrir hönd hjúkrunarheimilanna.
4.
Málefni Breiðabliks
Málsnúmer 1609125
Lögð var fram til kynningar skýrsla Vinnueftirlits ríkisins vegna eftirlits þeirra á sameiginlegri aðstöðu íbúanna í Breiðabliki og farið yfir viðbrögð sveitarfélagsins.
5.
Öldungaráð
Málsnúmer 1610001
Fyrir liggur tillaga Fjarðalistans um stofnun öldungarráðs í Fjarðabyggð. Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar félgsmálanefndar 3. október 2016. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna drög að samþykktum fyrir öldungarráð sem taki mið af tillögu Fjarðalistans, samþykktum ungmennaráðs og fyrirmyndum frá öðrum sveitarfélögum.
6.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2017
Málsnúmer 1610153
Borist hefur bréf frá samtökunum Stígamótum þar sem greint er frá starfsemi samtakanna á landsbyggðinni og vaxandi fjölda beiðna um þjónustu Stígamóta. Í bréfinu er einnig skorað á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með Stígamótum. Félagsmálanefnd metur mikils framlag Stígamóta til velferðarmála. Félagsmálanefnd hefur á undanförnum árum veitt styrk til samtakanna og í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2017 er gert ráð fyrir að styrkur til samtakanna verði aukinn.
7.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um áhrif nýrra laga um húsnæðismál á Fjarðabyggð. Í minnisblaðinu er m.a. lagt til að unnar verði reglur um úthlutun húsnæðisbóta til tekjulágra og námsmanna 15-17 ára með hliðsjón af leiðbeiningum frá velferðarráðuneytinu. Ný lög taka gildi 1. janúar 2017 og þá þurfa að liggja fyrir samþykktar reglur. Fjarðabyggð er með reglur um sérstakar húsnæðisbætur og þær voru yfirfarnar fyrr á árinu. Sjá nánar undir dagskrárlið 10, máli 1610178, um reglur sveitarfélaga um húsnæðismál og stöðuna í vinnu við leiðbeiningar velferðarráðuneytisins.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Fyrir liggur ákvörðun bæjarráðs um breytingu á fjárhagsramma fyrir 2017. Hagræðingarkrafan er samtals upp á rúmar 3 milljónir í málaflokki 02 félagsþjónusta. Nefndin samþykkti að hagræðingunni yrði mætt með lækkun á launakostnaði, lækkun ferðakostnaðar og lækkun annars kostnaðar.
9.
Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks
Málsnúmer 1610199
Fyrir liggur bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins þar sem fram kemur vilji Sambandsins að veittar verði undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Nú er miðað við 8000 íbúa. Bréfið er lagt fram til kynningar. Félagssmálanefnd lýsir ánægju með það fyrirkomulag sem er til staðar á Austurlandi þar sem sveitarfélögin á Austurlandi mynda eitt þjónustusvæði.
10.
Reglur sveitarfélaga um húsnæðismál og staðan í vinnu við leiðbeiningar velferðarráðuneytisins
Málsnúmer 1610178
Fyrir liggur bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnenda í félagsþjónustu um reglur sveitarfélaga um húsnæðismál og stöðuna í vinnu við leiðbeiningar velferðarráðuneytisins. Fjarðabyggð er með reglur um sérstakar húsaleigubætur sem voru yfirfarnar á árinu. Fylgst verður áfram með áhrifum nýrra húsnæðislöggjafar og þá metið hvort gera þurfi frekari breytingar á sérstökum húsaleigubótum.
11.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2017
Málsnúmer 1610053
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Nokkur hækkun er á heimsendum mat og heimaþjónustu, en eftir sem áður verður Fjarðabyggð með gjaldskrá sem er svipuð og lægst gerist hjá viðmiðunarsveitarfélögum. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni áfram til bæjarráðs.
12.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2017
Málsnúmer 1610028
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir þjónustuíbúðir í Breiðablik. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna og vísar henni áfram til bæjarráðs.
13.
Gjaldskrá ferðaþjónustu 2017
Málsnúmer 1610027
Fyrir liggur gjaldskrá í ferðaþjónustu fyrir árið 2017. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna og vísar henni áfram til bæjarráðs.
14.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2017 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Málsnúmer 1610025
Fyrir liggur gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2017 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn. Umræðu frestað til næsta fundar.
15.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1009112
Félagsmálanefnd fór yfir reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð. Vísað til skoðunar hjá starfsmönnum fjölskyldusviðs og umræðu frestað til næsta fundar nefndarinnar.