Félagsmálanefnd
92. fundur
21. febrúar 2017
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Starfsmenn
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir
Embættismaður
Þóroddur Helgason
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Málefni flóttafólks 2015
Starfsmenn fjölskyldusviðs, yfirfélagsráðgjafi og fræðslustjóri, fóru yfir samskipti við Velferðarráðuneytið vegna móttöku flóttafólks til Fjarðabyggðar. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar og ráðuneytisins með aðkomu Vinnummálastofnunar, Íbúðalaánasjóðs, Rauða krossins og Fjölmenningaseturs. Félagsmálanefnd lýsir ánægju með framgang verkefnisins og býður nýja íbúa Fjarðabyggðar velkomna.
2.
Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum
Fyrir lá minnisblað frá fræðslustjóra sem hann vann í samráði við forstöðumann Skólaskrifstofu Austurlands. Í minnisblaðinu er vitnað í reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr.584 og minnisblað frá lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar kemur m.a. fram að skipta megi sérfræðiþjónustunni í grófum dráttum í fjögur stig.
1. Skimun (forvarnarstarf). Á forræði starfsfólks skóla
2. Mat (athugun) á þörf fyrir aðstoð eða frekari greiningu. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla.
3. Eftirfylgni við mat á þörf og árangri. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla og
4. Frekari greining og meðferðarúrræði. Á forræði stofnana ríkisins.
Í minnisblaðinu kemur fram að skóinn kreppi helst á tveimur stöðum. Annars vegar eru það langir biðlistar hjá sálfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands, en hún annast stig 2 og 3 fyrir Austurland og hins vegar er skortur á sálfræðiþjónustu innan HSA, en stofnunni hefur ekki tekist að ráða í stöðugildi sem stofnunin hefur til ráðstöfunnar, en HSA er ein þeirra ríkisstofnana sem annast frekari greiningu og meðferðarúrræði sem falla undir stig 4. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að þeir sem þjónustuna veita séu vel meðvitaðir um stöðuna, en skortur sé á fagfólki og fjármagni. Vitnað er í sameiginlegt málþing sem haldið var í Grunnskóla Reyðarfjarðar síðastliðið haust með aðkomu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, HSA, Starfa, VA, ME og Virk þar sem farið var ofan í stöðu mála. Þar kom í ljós mikilvægi þess að fjölga meðferðarúrræðum og stytta biðlista. Félagsmálanefnd þakkar samantektina og hvetur sveitarstjórnir og ríkisvald að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið. Nefndin leggur jafnframt áherslu á mikilvægi forvarnafræðslu og snemmtækrar íhlutunar svo fækka megi eða koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
1. Skimun (forvarnarstarf). Á forræði starfsfólks skóla
2. Mat (athugun) á þörf fyrir aðstoð eða frekari greiningu. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla.
3. Eftirfylgni við mat á þörf og árangri. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla og
4. Frekari greining og meðferðarúrræði. Á forræði stofnana ríkisins.
Í minnisblaðinu kemur fram að skóinn kreppi helst á tveimur stöðum. Annars vegar eru það langir biðlistar hjá sálfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands, en hún annast stig 2 og 3 fyrir Austurland og hins vegar er skortur á sálfræðiþjónustu innan HSA, en stofnunni hefur ekki tekist að ráða í stöðugildi sem stofnunin hefur til ráðstöfunnar, en HSA er ein þeirra ríkisstofnana sem annast frekari greiningu og meðferðarúrræði sem falla undir stig 4. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að þeir sem þjónustuna veita séu vel meðvitaðir um stöðuna, en skortur sé á fagfólki og fjármagni. Vitnað er í sameiginlegt málþing sem haldið var í Grunnskóla Reyðarfjarðar síðastliðið haust með aðkomu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, HSA, Starfa, VA, ME og Virk þar sem farið var ofan í stöðu mála. Þar kom í ljós mikilvægi þess að fjölga meðferðarúrræðum og stytta biðlista. Félagsmálanefnd þakkar samantektina og hvetur sveitarstjórnir og ríkisvald að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið. Nefndin leggur jafnframt áherslu á mikilvægi forvarnafræðslu og snemmtækrar íhlutunar svo fækka megi eða koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
3.
Styrkbeiðni frá Stígamótum vegna þjónustu við brotaþola hjá Fjarðabyggð
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Stígamótum vegna þjónustu við brotaþola hjá Fjarðabyggð. Samtökin hafa boðið brotaþolum upp á þjónustu hér eystra frá árinu 2012 og mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni. Félagsmálanefnd ákveður að styrkja Stígamót um 500.000 kr. árið 2017.
4.
Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar
Framlögð drög að reglugerð um útlendingamál. Félagsmálanefnd er boðið að veita umsögn um reglugerðina. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.
5.
Matsmið Fjarðabyggðar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning
Fyrir liggja drög að matsblaði Fjarðabyggðar vegna reglna sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykktar voru í desember 2016. Félagsmálanefnd samþykkir matsblaðið og það verður tekið til endurskoðunar eftir ár.
6.
Beiðni um styrk vegna málþinga um heilabilun
Fyrir beiðni frá félagi aðstandenda alzheimersjúklinga um styrk til að halda málþing í landsfjórðungunum um heilabilun. Kostnaður við málþingin er áætlaður 1,5 - 2 milljónir króna. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja félagið um 100.000 krónur.