Félagsmálanefnd
93. fundur
21. mars 2017
kl.
00:00
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Starfsmenn
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Inga Rún Sigfúsdóttir
yfirfélagsráðgjafi
Dagskrá
1.
Málefni flóttafólks 2015
Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir móttöku flóttafólks til Fjarðabyggðar. Verkefnið hefur að hans mati gengið vel og margir lagt hönd á plóg við að gera móttökuna sem ánægjulegasta. Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með framgang verkefnisins.
2.
Vinna við forvarnir fyrir árið 2017
Fyrir liggur áætlun fjölskyldusviðs um forvarnarfundi á árinu 2017. í áætluninni er gert ráð fyrir fimm stærri fundum en tekið skal fram að fjölmörg önnur forvarnarverkefni eru í gangi í stofnunum sveitarfélagsins og hjá félögum sem njóta styrkja frá sveitarfélaginu. Félagsmálanefnd lýsir ánægju með áætlunina sem er í takt við fjölskyldustefnuna og nýgert samkomulag um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag.