Fara í efni

Félagsmálanefnd

95. fundur
30. maí 2017 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Ársreikningur Uppsala 2016
Málsnúmer 1705160
Framlagður ársreikningur Uppsala fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísar ársreikningnum til Bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016.
2.
Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð
Málsnúmer 1705167
Framlagður ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísar ársreikningnum til Bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016.
3.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Bæjarráð vísar umfjöllun um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum til félagsmálanefndar. Teknar voru til umræðu leiðbeinandi reglur Velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálanefnd hefur nú þegar samþykkt matsviðmið fyrir sérstakan húsnæðisstuðning þar sem tekið er tillit til bæði framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna.
4.
378.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar
Málsnúmer 1704035
Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
5.
Félagsleg ráðgjöf
Málsnúmer 1705156