Fara í efni

Félagsmálanefnd

96. fundur
26. júní 2017 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Fyrirhuguð koma flóttafjölskyldna frá Reykjanesbæ
Málsnúmer 1706095
Þrjár fjölskyldur sem fengu nýlega stöðu flóttamanna fluttu frá Reykjanesbæ til Fjarðabyggðar. Rauði Krossinn á Reyðarfirði tók á móti fjölskyldunum og aðstoðaði þær við flutninga. Félagsmálanefnd þakkar sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir vel unnin störf.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir ferli við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Eins og á síðasta ári er drögum að fjárhagsrömmum fastanefnda úthlutað í maí og gert er ráð fyrir að fyrsta tillaga að starfsáætlun verði lögð fyrir fastanefndir að sumri og þar sem fram koma áherslubreytingar á starfsemi ásamt tillögum að breytingum á þjónustu. Farið var yfir fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og sviðsstjóra falið að gera drög að starfsáætlun á grunni þeirrar umræðu sem fram fór í nefndinni.