Félagsmálanefnd
97. fundur
22. ágúst 2017
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Samningur um félagsstarf aldraðra
Framlögð drög að þjónustusamningi á milli Fjarðabyggðar og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði um að félagið taki að sér að tryggja öldruðum á Stöðvarfirði aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi sbr. ákvæði í 40. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálanefnd hefur fjallað um samninginn og vísar honum til staðfestingar bæjarráðs.
2.
Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð
Félagsmálanefnd mun halda gildum heilsueflandi samfélags á lofti í fyrirliggjandi vinnu við fjárhagsáætlun.
3.
Fjárhagsaðstoð
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Félagsmálanefnd ræddi undirbúning launa- og fjárhagsáætlunar félagsþjónustu árið 2018 og mun skoða áherslur á milli funda.