Fara í efni

Fjallskilanefnd

4. fundur
28. júlí 2023 kl. 10:00 - 11:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Sigurður Max Jónsson varamaður
Marsibil Erlendsdóttir aðalmaður
Sunna Júlía Þórðardóttir aðalmaður
Steinn Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Vísað frá bæjarráði bréfi lögmanns landeiganda Óseyrar þar sem ítrekuð er krafa um smölun landsins. Jafnframt er lögð fram álitsgerð frá Lögmannsstofu Norðurlands en fjallskilanefnd óskaði eftir álitsgerð á síðasta fundi þar sem mikil réttaróvissa er í málaflokknum.

Fjallskilanefnd telur í ljósi framlagðs álits lögmannsstofunnar að sveitarfélaginu beri ekki að verða við kröfu landeiganda Óseyrar um smölun lands hans. Fjallskilanefnd tekur ekki afstöðu til erindis sem fjallar um bótaskyldu sveitarfélagsins. Þá telur fjallskilanefnd að sterkar líkur séu á að sauðfé komi frá Breiðdal en jafnframt hafi fé áður komið fram í Stöðvarfirði frá Héraði og Fáskrúðsfirði. Fjallskilanefnd vísar málinu til bæjarráðs.
2.
Fjallskil og gangnaboð 2023
Málsnúmer 2307003
Framlagt og yfirfarið gangnaboð Fjarðabyggðar 2023.
Fjallskilanefnd staðfestir gangnaboð og vísar því til staðfestingar bæjarráðs.