Fjallskilanefnd
7. fundur
20. ágúst 2025
kl.
16:00
-
17:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Arnór Ari Sigurðsson
varaformaður
Marsibil Erlendsdóttir
aðalmaður
Sunna Júlía Þórðardóttir
aðalmaður
Steinn Björnsson
aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Fjallskil og gangnaboð 2025
Fjallskil og gangnaboð 2025. Fjallskilanefnd samþykkir hjá lagt gangnaboð og felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að senda gangnaboðið á fjáreigendur og stjórnsýslu Múlaþings.
2.
Erindi til SÍS - Verklagsreglur um smölun ágangsfjár
Regluverk um búfjárbeit, sjónarmið matvælaráðuneytis. Fjallskilanefnd þakkar kynninguna.
3.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Fjárréttir í Fjarðabyggð. Fjallskilanefnd leggur til að farið verði sem fyrst í niðurrif á rétt við Breiðdalsá þar sem réttin er ekki notuð og stafar af henni fokhætta. Jafnframt er lagt til að farið verði í lagfæringar og niðurrif að hluta á rétt við Þorgrímsstaði, Breiðdal fyrir haustið 2026. Í Stöðvarfirði er lagt til að farið verði í lítilsháttar lagfæringar á Hvalnesrétt fyrir göngur 2025.
Framkvæmdum við nýja fjárrétt í Norðfirði er nánast lokið og ítrekar fjallskilanefnd að framkvæmdum þar verði lokið fyrir fyrstu göngur haustið 2025.
Framkvæmdum við nýja fjárrétt í Norðfirði er nánast lokið og ítrekar fjallskilanefnd að framkvæmdum þar verði lokið fyrir fyrstu göngur haustið 2025.