Fjölskyldunefnd
1. fundur
4. apríl 2024
kl.
16:15
-
18:50
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Helga Rakel Arnardóttir
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk. Fjölskyldunefnd samþykkir framlagðar tillögur og vísar áfram til bæjarráðs.
2.
Starfshópur fræðslumála 2023
Erindisbréf starfshóps í fræðslumálum og starf hópsins og ákvörðun um breytingar kynntar fyrir nýrri fjölskyldunefnd.
3.
Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2024-2025
Kynntar voru hugmyndir um breytingar á reglum um kennslutímaúthlutun til grunnskóla. Nefndarfólk var sammála um að vanda til verka. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
4.
Skólavogin_foreldrakönnun leik- og grunnskóla 2024
Farið var yfir niðurstöður úr foreldrakönnunum Skólavoginnar í leik- og grunnskólum. Niðurstöðurnar nýtast sem innra mat í grunnskólum Fjarðabyggðar og til úrbóta í skólastarfi. Helstu niðurstöður eru birtar á heimasíðum skólanna og/eða í innra matsskýrslum skólanna. Jafnframt verða þær kynntar foreldrum, starfsfólki skóla og skólaráði. Fjölskyldunefnd mun kalla eftir tillögum til úrbóta.
5.
Skóladagatöl 2024-2025
Fjölskyldunefnd fór yfir verklagsreglur um staðfestingu skóladagatala. Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2024-2025. Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu gerði grein fyrir verklagsreglum um staðfestingu skóladagatala en þar er kveðið á um sameiginlega skólabyrjun grunnskólanna, sumarlokun leikskólanna og einn sameiginlegan starfsdag skólanna. Þá eru flestir skipulagsdagar leikskóla settir á daga sem ekki eru nemendadagar í grunnskóla en gefið var leyfi fyrir að þeir tækju tvo samliggjandi starfsdaga í byrjun október vegna námskeið. Fjölskyldunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
6.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu fjölskyldunefndar skipan einn fulltrúa í starfshóp um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar. Fjölskyldunefnd tilnefnir Jóhönnu Sigfúsdóttur í starfshópinn.
7.
Til umsagnar 143. mál. Málefni aldraðra
Fjölskyldunefnd fagnar þessum tillögum að breytingum og telur þær til bóta.
7.
Norrænnamót heyrnarlausra 2025-2026, ósk um styrk
Vísað frá bæjarráði til fjölskyldunefndar erindi Félags heyrnarlausra sem leitar bakhjarla/stuðnings fyrirtækja ofl. til að halda Norrænt mót fyrir döff eldri borgara árið 2025 og Norrænt menningarmót heyrnarlausra 2026. Óskað er eftir fjárhagsstuðning. Fjölskyldunefnd getur því miður ekki styrkt þetta verðuga málefni að þessu sinni.