Fara í efni

Fjölskyldunefnd

10. fundur
10. júní 2024 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Helga Rakel Arnardóttir varamaður
Sigurjón Rúnarsson varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
leikskóli Breiðdals
Málsnúmer 2405192
Skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fór yfir samantekt skólaráðs Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla um mögulega stækkun leikskólans Ástúns vegna væntanlegrar fjölgunar barna í leikskólanum. Fjölskyldunefnd samþykkir að vinna útfrá tillögu 5 sem snýr að tilfærslu leikskólans. Nefndin felur sviðsstjóra Fjölskyldusviðs að funda með dagvist eldri borgara varðandi tillöguna og kalla eftir athugasemdum. Málið tekið fyrir að nýju þegar samráðið hefur farið fram.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Fjölkyldunefnd samþykkir að vísa starfsáætlun fjölskyldunefndar yfir til fjármálastjóra.
3.
Öldungaráð - 11
Málsnúmer 2405019F
Fundargerð Öldungaráðs kynnt fjölskyldunefnd.
4.
Ungmennaráð - 14
Málsnúmer 2405004F
Fundargerð ungmennaráðs kynnt fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd leggur til að fundarlið 1. um Kuldabola verði vísað áfram til bæjarráðs.