Fara í efni

Fjölskyldunefnd

12. fundur
16. september 2024 kl. 16:15 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Samkomulag um samstarf vegna leigíbúða í búsetukjarna Reyðarfirði
Málsnúmer 2409078
Samkomulag um samstarf vegna leiguíbúða íbúðakjarna á Reyðarfirði lagt fyrir fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd samþykkir fyrir sitt leiti þjónustusamning um íbúðakjarna á Reyðarfirði.
2.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi barnaverndarþjónustu og farsældar fer yfir sískráningar og þróun mála í barnavernd.
3.
Öldungaráð - 12
Málsnúmer 2408012F
Farið yfir fundargerð öldungaráðs
4.
Sprettur -samþætting þjónustu
Málsnúmer 2001250
Fjölskyldunefnd samþykkir að leggja af notkun hugtaksins Sprettur um samþætta þjónustu og snemmtæka íhlutun. Þess í stað verður notast við hugtakið „samþætt þjónusta“. Verklagið sem hefur reynst vel í Spretti verður áfram notað og það sem hefur reynst vel en sömuleiðis verður verklag endurskoðað og þróað eftir því sem þekkingu og reynslu fleygir fram í samræmi við ráðgjöf Barna- og fjölskyldustofu. Áfram verður lögð mikil áhersla á að þjónusta börn og fjölskyldur þeirra vel og vandlega eins hefur verið lagt mikið kapp á síðustu ár.

5.
Kuldaboli 2024
Málsnúmer 2404072
Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið að bjóða ekki upp á næturgistingu á Kuldabola. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er fyrst og fremst öryggisástæður, þar sem aðstæður eru ekki taldar uppfylla nauðsynlegar kröfur um öryggi gesta. Ljóst er að dregið hefði úr þátttöku á Kuldabola ef áfram hefði verið lagt upp með næturgistingu á viðburðinum.
Fjölskyldunefnd mun áfram leggja áherslu á að skapa öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir þátttakendur á Kuldabola, án þess að bjóða upp á næturgistingu.


6.
Áfallamiðstöð
Málsnúmer 2409092
Í kjölfar samfélagslegra áfalla í Fjarðabyggð var ljóst að bregðast þyrfti við með stuðningi við íbúa sveitarfélagsins. Þessir atburðir féllu ekki undir hlutverk almannavarna og var því ákveðið að fjölskyldusvið Fjarðabyggðar tæki að sér leiðandi hlutverk í verkefninu með stuðningi frá Rauða krossinum, kirkjunni og HSA.
7.
Fjárhagsáætlunagerð yfirferð gjaldskráa 2024
Málsnúmer 2409113
Formaður nefndar fer yfir núgildandi gjaldskráa fjölskyldusviðs sem liður í vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
8.
Fjölmenningaráð
Málsnúmer 2303056
Fjölskyldunefnd samþykkir drög að erindisbréfi fjölmenningarráðs og vísar því áfram til bæjarstjórnar.
9.
Menntaþing 2024
Málsnúmer 2409059
Fyrirhugað menntaþing þann 30. september 2024 kynnt fyrir fjölskyldunefnd.