Fara í efni

Fjölskyldunefnd

15. fundur
29. október 2024 kl. 16:00 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Anna Marín Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Farið yfir lokadrög í starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Fjölskyldunefnd samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Okkar heimur á norður- og austurlandi
Málsnúmer 2410075
Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu á styrkbeiðni og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.
3.
Íþrótta- og tómstundastyrkir 2025
Málsnúmer 2410178
Deildarstjóri íþrótta- og tómstundamála kynnti drög að nýjum styrktarreglum fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög. Fjölskyldunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til bæjarráðs.
4.
Sundlaugin á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2410076
Fjölskyldunefnd leggur til að rætt verði við íbúasamtök Fáskrúðsfjarðar um möguleika á því að endurskoða opnunartímann yfir sumartímann með það fyrir augum að lengja opnunartíma í sundlaug Stöðvarfjarðar yfir þann tíma. Stjórnandi íþrótta ogfrístundamála býður samtökunum á fund til að ræða málið.
5.
Reglur Fjarðabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 2410179
Fjölskyldunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til bæjarráðs.