Fara í efni

Fjölskyldunefnd

18. fundur
18. nóvember 2024 kl. 16:15 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi kynnir sískráningu barnaverndar fyrir október 2024
2.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta fyrir árið 2025
Málsnúmer 2410214
Fjölskyldunefnd samþykkir að styrkja Stígamót um 500.000 kr.
3.
Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
Málsnúmer 2311096
Stjórnandi félagsmála fer yfir það sem er efst á baugi i málaflokkinum
4.
Ósk um styrk-aukafjárveitingu skólabókasafna
Málsnúmer 2411072
Bréf frá forstöðumönnum bókasafnanna kynnt. Beiðni um fjármuni til bókakaupa vísað til bæjarráðs
5.
Erindisbréf fjölmenningarráðs
Málsnúmer 2303056
Fjölskyldunefnd skipar eftirtalda fulltrúa í fjölmenningaráð.

Aðalmenn:
Barbarai Isabel Kupelas
Emilia Jadwiga Myszak

Varamenn
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
6.
Umgengnisreglur íþróttavalla og Fjarðabyggðarhallarinnar
Málsnúmer 2411094
Stjórnandi íþrótta- og frístundamála kynnir drög að umgengnisreglum fyrir íþróttavelli og fjarðabyggðahöllina. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar.
7.
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Málsnúmer 2004159
Fjölskyldunefnd samþykkir endurskoðaðan samning þar sem hann byggir á traustum grunni núverandi samstarfs. Nýr samningur gerir verkefnið áhrifaríkara fyrir bæði sveitarfélagið og íbúa þess. Íþrótta- og tómstundafélögum er falið að taka við hlutverki þjálfunar, til að styðja betur við starf þeirra og auka virkni í íþrótta- og tómstundastarfi í Fjarðabyggð samhliða því að búa til þekkingu á svæðinu um fjölþætta heilsueflingu. Með þessu móti tryggjum við áframhaldandi framgang verkefnisins, stuðlum að samfélagslegri þátttöku og eflum stoðir íþróttahreyfingarinnar á svæðinu í samstarfi við Janus Heilsueflingu.