Fjölskyldunefnd
21. fundur
2. desember 2024
kl.
16:15
-
18:49
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Salóme Rut Harðardóttir
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2024-2025
Skólastjórar í grunnskólum Fjarðabyggðar (Nesskóli, Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar og Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar) mættu og kynntu starfsáætlanir skólanna fyrir skólaárið 2024-2025.
2.
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024
Fyrirkomulag og reglur á vali íþróttamanneskju Fjarðabyggðar var kynnt fyrir fjölskyldunefnd. Einnig voru tilnefningar á íþróttamanneskju Fjarðabyggðar 2024 kynntar fyrir nefndinni. Ákveðið var að veita frest fram að 6. desember til að taka á móti fleiri tilnefningum.
3.
Firmakeppni í hraðskák 2024
Beiðni frá Skáksambandi Austurlands var kynnt. Því miður getur Fjarðabyggð ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
4.
Vitundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi
Fjölskyldunefnd tilnefndi Tinnu Hrönn Smáradóttur og Magnús Árna Gunnarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á viðburðinum.
5.
Gjaldskrá skíðasvæðis 2025
Fjölskyldunefnd samþykkir að samræma gjaldskrár fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal fyrir veturinn 2025 og láta skíðakortin gilda á báðum stöðum.
6.
UÍA beiðni um styrk á árinu 2024
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita ÚÍA árlegan styrk til fjölbreyttrar íþróttastarfsemi.
7.
Öldungaráð - 13
Fundagerð Öldungaráðs lögð fyrir fjölskyldunefnd.