Fara í efni

Fjölskyldunefnd

29. fundur
17. mars 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Helga Rakel Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Víkingurinn 2025 - Umsókn um íþróttastyrk
Málsnúmer 2503118
Víkingurinn 2025 keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 11 -13 Júní og er ætlunin að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi. Sótt er um styrk Fjarðabyggðar til að hluti keppninnar geti farið fram í sveitarfélaginu. Fjölskyldunefnd þakkar sýndan áhuga á að vera með fyrirhugaða keppni að hluta í Fjarðabyggð og lýsir yfir áhuga á að styðja við framkvæmd hennar, m.a. með gistingu, aðgengi að viðeigandi aðstöðu og annars konar aðstoð á meðan á keppninni stendur.
2.
Lengri opnun sundlauga yfir páska
Málsnúmer 2503119
Fjölskyldunefnd fagnar aukinni eftirspurn eftir lengri opnun sundlaugarinnar á Eskifirði um páskana, auk þess aðdráttarafls sem skíðasvæðið hefur um páskana. Í ljósi þessa hyggst nefndin verða við óskum um lengdan opnunartíma sundlaugarinnar yfir páskana.
Stjórnanda íþrótta- og tómstundamála er falið að kynna breytinguna fyrir íbúum og gestum, þannig að sem flestir geti notið sundlaugarinnar að loknum skíðadegi.
3.
Sumarfrístund 2025
Málsnúmer 2503091
Fjölskyldunefnd leggur til að sumarfrístund haldi áfram að starfa í 40 klukkustundir á viku, þrátt fyrir styttri vinnuviku starfsfólks sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hefja skráningu sem allra fyrst og meta stöðuna út frá þátttöku, mönnun, kostnaði og fjármögnun, til að tryggja fullnægjandi þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
4.
Sterkur Stöðvarfjörður - beiðni um lengingu opnunartíma sundlaug Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2310110
Fjölskyldunefnd samþykkir að breyta opnunartíma sundlauga á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggt verði að sundlaugin á Fáskrúðsfirði verði opin á meðan Franskir dagar standa yfir, þannig að íbúar og gestir geti notið þjónustunnar í tengslum við hátíðina.
5.
Umgengnisreglur sundlauga Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2411092
Ungengnisreglur sundlauga Fjarðabyggðar lagðar fyrir fjölskyldunefnd til kynningar.
6.
Umengnisreglur íþróttahúsa Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2411044
Umgengnisreglur íþróttahúsa Fjarðabyggðar lagðar fyrir fjölskyldunefnd til kynningar.