Fjölskyldunefnd
3. fundur
10. apríl 2024
kl.
16:15
-
18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Birgir Jónsson
varaformaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Aðstoðuleysi í Oddskarði
Formanni fjölskyldunefndar og stjórnanda íþrótta- og tómstundamála falið að vinna málið áfram.
2.
Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar
Vísað frá bæjarráði til fjölskyldunefndar beiðni Bjarmahlíðar um styrk til starfseminnar. Fjölskyldunefnd getur því miður ekki styrkt þetta verðuga málefni að sinni.
3.
Landshlutafundur
Framlagt erindi frá jafnréttisstofu um landshlutafund þann 8. maí á Egilsstöðum. Fjölskyldunefnd hvetur kjörna fulltrúa til að mæta á fundinn.
4.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Kynning á útfærslu og hugmyndum um einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar lögð fyrir fjölskyldunefnd.
5.
Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Vísað frá bæjarráði til fjölskyldunefndar að nýju til frekari útfærslu breyttum reglum um þjónustuíbúðir.Fjölskyldunefnd hefur uppfært reglurnar ásamt minnisblaði og leggur málið fyrir að nýju.
6.
Kuldaboli 2024
Málinu er vísað til ungmennaráðs til umsagnar.
7.
Fundaáætlun fjölskyldunefnd vor 2024
Fundaáætlun fjölskyldunefndar samþykkt af nefndinni.