Fara í efni

Fjölskyldunefnd

33. fundur
19. maí 2025 kl. 16:15 - 18:20
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Málsnúmer 2306119
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, Teymisstjóri heimaendurhæfingarteymis HSA og Helga Sól Birgisdóttir, Forstöðumaður heimaþjónustu kynntu samvinnu kerfanna tengda verkefninu Gott að eldast. Farið var yfir hlutverk sameiginlegs móttöku og matsteymis (MóMA) ásamt hugmyndafræði heima endurhæfingar og notkun á sjálfsmatstækinu WHODAS þar sem einstaklingurinn metur færni sína. Einnig fóru þær yfir dæmigert ferli umsóknar um þjónustu og mögulegar þjónustuleiðir.
2.
Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2026
Málsnúmer 2505063
Fyrstu drög að starfsáætlun fjölskyldusviðs kynnt fyrir nefndinni.Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram.
3.
Þjónustugjald þjónustuíbúða í Neskaupstað endurskoðun
Málsnúmer 2505095
Sviðstjóri fjölskyldusviðs fer yfir þróun og innihald þjónustugjalds í þjónustuíbúðum aldraðra Breiðabliki. Sviðstjóra falið að kanna lagaheimildir varðandi öryggisvöktun þjónustuíbúða. Sviðstjóri mun einnig funda með íbúum Breiðabliks.


4.
Húsnæði Nesskóla 2025
Málsnúmer 2505069
Lagt fram erindi frá starfsmönnum Nesskóla varðandi húsnæði skólans og þrengsla vegna þess að ekki er hægt að nýta fyrri aðstöðu tónlistarskóla. Verið er að vinna að því að meta ástand húsnæðisins í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026. Fjölskyldunefnd vísar erindinu til áframhaldandi vinnu innan skipulags- og framkvæmdasviðs og starfshópi um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar.
5.
Öldungaráð - ýmislegt
Málsnúmer 2505050
Fjölskyldunefnd fagnar erindinu og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdanefndar.
6.
Öldungaráð - ýmislegt
Málsnúmer 2505050
Fjölskyldunefnd þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdanefndar.
7.
Búsetukjarni og skammtímavistun
Málsnúmer 2301106
Farið yfir afhendingu og vígslu búsetukjarna og skammtímavistunar.
Drög að dagskrá kynnt fyrir fjölskyldunefnd.