Fjölskyldunefnd
41. fundur
13. október 2025
kl.
16:15
-
18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Birgir Jónsson
varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Siðareglur fjölskyldusviðs
Uppfærðar siðareglur fjölskyldusviðs lagðar fyrir fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd samþykkir siðareglurnar og vísar áfram til bæjarráðs.
2.
Uppbygging padelvallar á Reyðarfirði
Lögð fram til kynningar og umfjöllunar hugmynd um uppbyggingu Padelvallar í gamla íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Sviðstjóra fjölskyldusviðs er falið að funda með íþróttafélaginu Val og skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar og skólastjóra Eskifjarðarskóla ásamt starfsmönnum íþróttahuss Reyðarfjarðar varðandi nýtingamöguleika salarins. Málið tekið fyrir að nýju.
3.
Framkvæmdaáætlun barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Framkvæmdaáætlun í barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2026-2028 lögð fram til samþykktar. Fjölskyldunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti og vísar áfram til bæjarráðs.
4.
Undirbúningur fyrir stofnun farsældarráðs Austurlands
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu lagði fram drög að umsögn um stofnun farsældarráðs Austurlands. Fjölskyldunefnd samþykkir framlagða umsögn og felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að koma umsögninni til skila.