Fara í efni

Fjölskyldunefnd

6. fundur
13. maí 2024 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Salóme Rut Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Verið er að vinna að drögum að starfsáætlun fræðslumála.
2.
Ársfjórðungsyfirlit fræðslumála
Málsnúmer 2405033
Farið yfir ársfjórðungs rekstrarniðurstöðu fræðslumála. Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins. Áfram er þörf á að gæta aðhalds innan málaflokksins.
3.
Kynning á starfamessu til ungmennaráðs
Málsnúmer 2405025
Kynnt starfamessa Austurlands sem er kynning á fjölbreyttum störfum á Austurlandi. Starfamessan er unnin í samstarfi við Austurbrú og sveitarfélög á Austurlandi. Starfamessan verður haldin í haust.
4.
Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2405019
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda skólaþjónustu og fræðslumála að uppfæra 7. gr. í samræmi við umræður á fundinum. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar áfram til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.