Fara í efni

Fjölskyldunefnd

9. fundur
3. júní 2024 kl. 16:15 - 17:13
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Þórhallur Árnason varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála 2025 kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
2.
Umbótaáætlanir vegna foreldrakönnunar Skólavoginnar
Málsnúmer 2405169
Stjórnandi skólaþjónustu og fræðslumála fer yfir umbótaáætlanir grunnskóla Fjarðabyggðar vegna foreldrakönnunar skólavogarinnar 2024.
3.
Skólafrístund
Málsnúmer 2404044
Sviðstjóri fjölskyldusviðs Lagði fram minnisblað um skólafrístund Fjarðabyggðar þar sem lagt var til að frestað yrði yfirfærslu skólafrístundar þar til ráðið hefur verið í stöðu forstöðumanns frístundamála. Jafnframt verður rýnt í reynsluna af tilfærslunni til þessa. Fjölskyldunefnd samþykkir frestun tilfærslunnar.
4.
Boð um þátttöku í samráði Hvítbók í málefnum innflytjenda
Málsnúmer 2405174
Fjölskyldunefnd samþykkir að taka þátt í samráði um gerð hvítbókar í málefnum innflytjenda. Nefndin tilnefnir stjórnanda félagsþjónustu til að leiða vinnuna.