Fara í efni

Fræðslunefnd

100. fundur
25. ágúst 2021 kl. 16:30 - 17:05
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Þorvarður Sigurbjörnsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Yfirfærsla á starfsemi Skólaskrifstofu Austurlands
Málsnúmer 2104156
Fræðslustjóri greindi fræðslunefnd frá yfirfærslu á starfsemi A-hluta Skólaskrifstofu Austurlands til fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Mikil ánægja er á fjölskyldusviði með liðstyrkinn og starfsfólk spennt að takast á við þau verkefni sem bíða. Fræðslunefnd óskar starfsfólki fjölskyldusviðs velfarnaðar í þeirra mikilvægu störfum.
2.
Skólaþing sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2106186
Kynnt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á fyrirhuguðu skólaþingi sveitarfélaga sem ráðgert er að halda 8. nóvember næstkomandi. Í ár eru 25 ár liðin frá því allur rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er hafa verið stigin marvísleg framfaraskref og skólahald breyst og þróast til betri vegar. Við þessi tímamót verður staldra við og litið yfir farinn veg en þó fyrst og fremst tekin staðan og horft fram á veginn til næstu 25 ára. Eftirfarandi spurning liggur fyrir þinginu: Hvernig viljum við sjá skólastarf þróast til framtíðar og hvernig leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar svo unnt verði uppfylla þá framtíðarsýn? Fræðslunefnd felur formanni nefndarinnar að sitja skólaþingið fyrir hönd nefndarinnar.
3.
Skólabyrjun skólaársins 2021-2022
Málsnúmer 2108097
Fræðslustjóri gerði grein fyrir skólabyrjun skólaársins 2021-2022. Skólahald fer vel af stað og búið að ráða í flestar lausar stöður. Skólaþjónustan hefur verið í sambandi við skólana nú í byrjun skólaársins og stillt saman strengi með starfsfólki skólanna.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Málsnúmer 2104131
Farið var yfir tillögu nefndarinnar til bæjarráðs frá vorinu 2021. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
5.
Samstarf við Heimili og skóla
Málsnúmer 2108098
Fræðslustjóri kynnti drög að samningi við Heimili og skóla um fræðslu til foreldrafélaga í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd fagnar auknu samstarfi við Heimili og skóla og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram.