Fræðslunefnd
101. fundur
8. september 2021
kl.
16:30
-
17:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Þorvarður Sigurbjörnsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
fundaáætlun fræðslunefndar haustið 2021
Fyrir liggja drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2021. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Farið var yfir úthlutaðan fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2022 og áætlanir fræðslunefndar frá því í júní 2021. Fræðslustjóra er falið að hefja vinnu við launaáætlun fyrir árið 2022. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Fjárhagsáætlun - Sex mánaða yfirlit
Farið var yfir 6 mánaða yfirlit fjárhagsáætlunar fræðsludeildar.
4.
Samstarf grunnskólanna í Fjarðabyggð við Verkmenntaskóla Austurlands
Fræðslustjóri greindi frá samstarfsverkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands, sem hleypt var af stokkunum síðast liðinn fimmtudag. Verkefnið er liður í að gera námið fjölbreyttara með því að efla verklega kennslu í skólunum og nýta til þess sérþekkingu og tæknibúnað VA. Nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna velja sér tvær valgreinar af eftirfarandi sex greinum: Málmur og vél, Bifreiðar, Húð og hár, Rafmagn, Húsasmíði og Fablab og fá 16 kennslustundir í hvorri grein nú á haustönn. Kennt er á fimmtudögum eftir hádegi. Nemendur í 10. bekk skólanna auk nemenda í 9. bekk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla byrjuðu síðasta fimmtudag og verða í 8 vikur og þá taka við nemendur í 9. bekk og verða næstu 8 vikurnar. Fræðslunefnd fagnar framtakinu.