Fara í efni

Fræðslunefnd

102. fundur
29. september 2021 kl. 16:30 - 17:45
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Málsnúmer 2106148
Minnisblaði umhverfisstjóra vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040 er vísað frá Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til fræðslunefndar með ósk um að nefndin tilnefni aðila í starfshóp um innleiðingu stefnunnar. Fræðslunefnd fagnar erindinu og tilnefnir fræðslustjóra í starfshópinn.
2.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2022
Málsnúmer 2109075
Gjaldskrá tónlistarskóla 2022 lögð fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
3.
Gjaldskrá skóladagheimila 2022
Málsnúmer 2109079
Gjaldskrá frístundar/skóladagheimila 2022 lögð fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4.
Gjaldskrá leikskóla 2022
Málsnúmer 2109081
Gjaldskrá leikskóla 2022 lögð fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5.
Gjaldskrá grunnskóla 2022
Málsnúmer 2109086
Gjaldskrá grunnskóla 2022 lögð fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Málsnúmer 2104131
Fræðslustjóri fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar í fræðslumálum fyrir árið 2022. Farið var yfir niðurstöðu úr vinnu við gerð launaáætlunar sem unnin var af fræðslustjóra og skólastjórnendum. Önnur vinna við fjárhagsáætlun er langt komin og niðurstöður verða kynntar á næsta fundi nefndarinnar, ásamt drögum af starfsáætlun í fræðslumálum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.