Fræðslunefnd
103. fundur
13. október 2021
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Þorvarður Sigurbjörnsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlanir þar sem óskað er eftir 0,8% hækkun á ramma.
2.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2022
Gjaldskrá tónlistarskóla 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá. Vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá skóladagheimila 2022
Gjaldskrá frístundar 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá. Vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá leikskóla 2022
Gjaldskrá leikskóla 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá. Vísað til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá grunnskóla 2022
Gjaldskrá grunnskóla 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá. Vísað til bæjarráðs.
6.
Reglur um leikskóla
Farið var yfir tillögu að breytingu á reglum um leikskóla. Annars vegar er lagt til að í reglunum verði kveðið á um að skólaár leikskóla sé skilgreint frá 1. ágúst til 31. júlí og börnum í elsta árgangi verði boðið upp á sumarfrístund í ágúst og hins vegar er lagt til að starfsfólk leikskóla fái 30% afslátt af leikskólagjöldum. Vísað til bæjarráðs.