Fara í efni

Fræðslunefnd

104. fundur
10. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:20
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Ásta Eggertsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2021-2022
Málsnúmer 2110117
Skólastjórar leikskólans Kærabæjar og Grunnskóla Reyðarfjarðar sögðu frá helstu breytingum á skólanámskrá og starfsáætlunum skólanna og svöruðu spurningum sem fram komu á fundinum. Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanirnar og þakkar skólastjórunum fyrir góða kynningu og greinargóð svör.
2.
Sumarlokun leikskóla 2022
Málsnúmer 2110165
Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm spanni u.þ.b. tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2022 verði þessi:

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 20.06-15.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 20.06-15.07 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 20.06-15.07 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 15.07-12.08 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 20.07-17.08 báðir dagar meðtaldir

Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
3.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður úr Skólavoginni, nemendakönnun í 6.-10. bekk grunnskólanna skólaárið 2021-2022. Fræðslustjóri greindi frá því hvernig unnið væri í skólunum með niðurstöðurnar sem eru hluti af innra mati skólans. Frekari umræða á næsta fundi.