Fara í efni

Fræðslunefnd

106. fundur
12. janúar 2022 kl. 16:30 - 18:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir embættismaður
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2021-2022
Málsnúmer 2110117
Skólastjórar leikskólans Dalborgar og Eskifjarðarskóla sögðu frá helstu breytingum á skólanámskrá og starfsáætlunum skólanna og svöruðu spurningum fundarmanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og þakkar skólastjórunum fyrir góða kynningu og greinargóð svör.
2.
Fundaáætlun fræðslunefndar vor 2022
Málsnúmer 2201065
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra vegna fundaáætlunar fræðslunefndar fyrir fyrri hluta ársins 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun.
3.
Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2201064
Fyrir liggur minnisblað um fyrirkomulag skólamáltíða í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Í minnisblaðinu kemur fram að matseðill skólamáltíða er samræmdur milli skóla í Fjarðabyggð og skólamáltíðir framleiddar í skólunum nema í grunnskólunum á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði, en þar eru þær framleiddar af matvælafyrirtæki í Fjarðabyggð, Fjarðaveitingum. Samningur við Fjarðaveitingar rennur út vorið 2022. Ennfremur kemur fram að fullnægjandi aðstaða til matvælaframleiðslu er ekki til staðar í fyrrgreindum grunnskólum. Fræðslunefnd leggur til að skólamáltíðir í grunnskólunum á Eskifiði, Norðfirði og Reyðarfirði verði boðnar út til næstu þriggja skólaára með möguleika á framlengingu í tvisvar sinnum eitt ár. Málinu er vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
4.
Skóladagatöl 2022-2023
Málsnúmer 2201063
Fyrir liggja verklagsreglur um staðfestingu skóladagatala og minnisblað vegna gerðar skóladagatala fyrir skólaárið 2022-2023. Í minnisblaðinu kemur fram að nú þegar hefur verið gefið út hvenær sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð verður og lagt er til að fyrsti skóladagur grunnskólanna verði 22. ágúst 2022. Fræðslustjóra er falið að vinna með skólastjórum skólanna að samræmingu skóladagatala.
5.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Farið var yfir gögn úr Skólavoginni, rekstrarupplýsingar grunnskóla 2020 og nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2021-2022. Lagt fram til kynningar.