Fræðslunefnd
107. fundur
9. febrúar 2022
kl.
16:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2021-2022
Skólastjórar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals sögðu frá helstu breytingum á skólanámskrá og starfsáætlunum skólanna og svöruðu spurningum fundarmanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og þakkar skólastjórunum fyrir góða kynningu og greinargóð svör.
2.
Sveigjanlegur vistunartími í leikskólum Fjarðabyggðar
Fyrir liggur minnisblað um sveigjanlegan vistunartíma leikskólabarna í Fjarðabyggð. Með sveigjanlegum vistunartíma gefst foreldrum færi á að hafa vistun breytilega, þ.e. að hafa einn eða fleiri daga vikunnar eða mánaðarins styttri eða lengri. Skráningarkerfið Karellen, sem leikskólar Fjarðabyggðar nýta, býður nú upp á möguleika á að skrá viðveru og reikna út vistunargjöld á auðveldan hátt sem auðveldar sveitarfélögum að bjóða uppá sveigjanlegan vistunartíma. Í minnisblaðinu kemur fram að eftir sem áður sé mikilvægt að taka tillit til skipulags hópastarfs skólanna sem er á milli kl. 9 og 12 sem og hvíldartíma nemenda og mönnunar skólanna.
Með því að taka upp sveigjanlegan vistunartíma fyrir leikskólabörn er m.a. verið að koma til móts við foreldra sem kjósa að stytta vistunartíma barna þegar þau eru með styttri vinnudag vegna styttingu vinnutímans ellegar kjósa að hafa börnin heima ákveðna daga eða dagsparta í mánuði. Að sama skapi getur sveigjanlegur vistunartími minnkað álag í leikskólum og auðveldað leikskólastjórnendum að skipuleggja styttingu vinnutíma starfsfólks og undirbúningstíma. Fjárhagsleg áhrif þess að bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma eru talin óveruleg. Í minnisblaðinu er lagt til að boðið verði upp á sveigjanlegan vistunartíma fyrir leikskólabörn í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd samþykkir að boðið verði upp á sveigjanlegan vistunartíma frá og með 1. mars 2022 og felur fræðslustjóra í samráði við skólastjórnendur að útfæra og kynna fyrir foreldrum/forráðamönnum leikskólabarna í Fjarðabyggð.
Með því að taka upp sveigjanlegan vistunartíma fyrir leikskólabörn er m.a. verið að koma til móts við foreldra sem kjósa að stytta vistunartíma barna þegar þau eru með styttri vinnudag vegna styttingu vinnutímans ellegar kjósa að hafa börnin heima ákveðna daga eða dagsparta í mánuði. Að sama skapi getur sveigjanlegur vistunartími minnkað álag í leikskólum og auðveldað leikskólastjórnendum að skipuleggja styttingu vinnutíma starfsfólks og undirbúningstíma. Fjárhagsleg áhrif þess að bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma eru talin óveruleg. Í minnisblaðinu er lagt til að boðið verði upp á sveigjanlegan vistunartíma fyrir leikskólabörn í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd samþykkir að boðið verði upp á sveigjanlegan vistunartíma frá og með 1. mars 2022 og felur fræðslustjóra í samráði við skólastjórnendur að útfæra og kynna fyrir foreldrum/forráðamönnum leikskólabarna í Fjarðabyggð.
3.
Starfshópur leikskólar 2021
Fyrir liggur minnisblað þar sem farið er yfir hugmyndir bæjarráðs um styrkingu leikskólastigsins í Fjarðabyggð. Minnisblaðið byggir á tillögum sem komu frá starfshópi sem bæjarráð skipaði. Fræðslunefnd tekur undir þær hugmyndir sem fram eru settar í minnisblaðinu. Vísað til bæjarráðs.
4.
Áskorun vegna sundlaugar Reyðarfjarðar
Fyrir liggur bréf frá skólastjórnendum í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem óskað er svara um hvenær viðgerð á sundlauginn á Reyðarfirði ljúki. Í bréfinu er óskað eftir því að framkvæmdum verði lokið haustið 2022 svo hefja megi sundkennslu að hausti. Þá óska skólastjórnendur þess að síðari hluti af skólasundi 1.-9. bekkjar skólaárið 2021-2022, sem ráðgert var í vor, verði frestað yfir á næsta skólaár þannig að ekki þurfi að aka með nemendur á milli staða. Áfram er stefnt að því að kenna nemendum 10. bekkjar sund á Eskifirði í vor. Fram kom hjá fræðslustjóra að framkvæmdasvið Fjaraðbyggðar væri að vinna í málinu og búist væri við að áætlanir um viðgerð liggi fljótlega fyrir. Fræðslunefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að færa sundkennslu á milli skólaára og vonast til að viðgerðum á sundlauginni verði lokið á haustönn þannig að hefja megi sundkennslu aftur á Reyðarfirði.