Fara í efni

Fræðslunefnd

108. fundur
9. mars 2022 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2021-2022
Málsnúmer 2110117
Skólastjóri leikskólans Lyngholts sagði frá helstu breytingum á skólanámskrá og starfsáætlun skólans og svaraði spurningum fundarmanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun og þakkar skólastjóra fyrir góða kynningu og greinargóð svör.
Á næsta fundi nefndarinnar verður farið yfir skólanámskrár og starfsáætlun Eyrarvalla og Tónskóla Neskaupstaðar. Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu mála í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar.
2.
Ókyngreindir búningsklefar og salerni í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2202006
Bréf Jafnréttisteymis og íþróttakennara Verkmenntaskóla Austurlands er varðar íþróttamannvirki í Neskaupstað. Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar, eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar, til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.Fræðslunefnd þakkar ábendinguna og fyrir að vekja athygli á málinu. Framkvæmdasvið hefur málið til skoðunar og fræðslunefnd fer nánar yfir málið.
4.
Kennslutímamagn grunnskóla 2022-2023
Málsnúmer 2203002
Farið var yfir væntanlegan fjölda nemenda skólaárið 2022-2023 í grunnskólum Fjarðabyggðar og væntanlega úthlutun kennslutímamagns miðað við gildandi úthlutunarreglur. Frestað til næsta fundar.
5.
Forvarnir gegn skólaforðun - Verklagsreglur
Málsnúmer 2203046
Fræðslustjóri kynnti verklagsreglur um fjarvistir í grunnskólum, sem unnar hafa verið af skólastjórnendum í grunnskólunum og fulltrúum á fjölskydusviði. Til hliðsjónar voru reglur annarra skóla. Fræðslunefnd fagnar tilkomu verklagsreglanna og samþykkir þær með örlitlum breytingum.