Fræðslunefnd
109. fundur
23. mars 2022
kl.
16:30
-
19:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2021-2022
Skólastjórar leikskólans Eyrarvalla og Tónskóla Neskaupstaðar sögðu frá helstu breytingum á skólanámskrá og starfsáætlun skólanna og svöruðu spurningum fundarmanna.Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og þakkar skólastjórum fyrir góða kynningu og greinargóð svör. Umræða fór fram um ástand húsnæðis Tónskóla Neskaupstaðar vegna myglu sem komin er upp að nýju og lýsti nefndin yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins.
2.
Kennslutímamagn grunnskóla 2022-2023
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra þar sem farið er yfir áætlaða úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla skólaárið 2022-2023 og breytingar á áætlaðri úthlutun frá því við gerð fjárhagsáætlunar í október 2021. Einnig koma fram áætluð áhrif þeirra breytinga á fjárhagsáætlun 2022 í fræðslumálum. Farið var yfir væntanlegan fjölda nemenda skólaárið 2022-2023 í grunnskólum Fjarðabyggðar og væntanlega úthlutun kennslutímamagns miðað við gildandi úthlutunarreglur. Fræðslunefnd samþykkir fyrirhugaða úthlutun.
3.
Flóttafólk frá Úkraínu
Fyrir liggur minnisblað um flóttafólk frá Úkraníu. Í því kemur fram að þann 9. mars hafi borist erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um getu sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Erindinu var vísað frá bæjarráði til fræðslu- og félagsmálanefndar og til úrlausnar á fjölskyldusviði þann 17. mars 2022.
Í svari fjölskyldusviðs um möguleika á þátttöku þess í móttöku flóttafólks frá Úkraínu segir m.a. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar er, með þeim fyrirvörum sem fram eru komnir, reiðubúið til að sinna þeim hluta verkefnisins sem að því snýr. Fram kom að sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur fundað með skólastjórnendum leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd tekur undir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Í svari fjölskyldusviðs um möguleika á þátttöku þess í móttöku flóttafólks frá Úkraínu segir m.a. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar er, með þeim fyrirvörum sem fram eru komnir, reiðubúið til að sinna þeim hluta verkefnisins sem að því snýr. Fram kom að sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur fundað með skólastjórnendum leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd tekur undir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
4.
Erindi til fræðslunefndar
Erindi hefur borist fræðslunefnd. Tekið fyrir sem trúnaðarmál og fært í trúnaðarbók.