Fara í efni

Fræðslunefnd

110. fundur
20. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Ungt fólk 2022
Málsnúmer 2204045
Fræðslustjóri kynnti niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2022, 8.-10. bekkur, sem Rannsóknir og greining framkvæmdu í febrúar 2022. Unnið verður með niðurstöðurnar í hverjum skóla og stefnt að opnum fundi með foreldrum í maímánuði.
2.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslustjóri gerði grein fyrir framvindu aðgerðaráætlunar í fræðslu- og frístundamálum 2020-2022. Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur tekist að fylgja aðgerðaaráætlun. Fræðslunefnd telur rétt að gera aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára 2023-2025, sem ný fræðslunefnd komi til með að móta með starfsmönnum sveitarfélagsins og íbúum Fjarðabyggðar.
3.
Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2201064
Farið var yfir matseðil sem liggur til grundvallar útboðsgögnum, en hann byggir á matseðli í skólum á Akureyri. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi matseðla.
4.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Málsnúmer 2102084
Bæjarráð vísaði til kynningar í fræðslunefnd svæðisskipulagi Austurlands. Lagt fram til kynningar.
5.
Skóladagatöl 2022-2023
Málsnúmer 2201063
Fyrir liggur skóladagatal Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.