Fræðslunefnd
112. fundur
15. júní 2022
kl.
16:30
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
formaður
Salóme Rut Harðardóttir
varaformaður
Birta Sæmundsdóttir
varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Erindisbréf fræðslunefndar
Farið var yfir erindisbréf fræðslunefndar. Lagt fram til kynningar.
2.
Danskur farkennari haustið 2022
Fræðslustjóri gerði grein fyrir komu dansks farkennara í grunnskóla Fjarðabyggðar haustið 2022. Fjarðabyggð hefur áður tekið þátt í samskonar verkefni og nemendur grunnskólanna sem og dönskukennarar notið góðs af. Fræðslunefnd fagnar framtakinu.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2023
Fræðslustjóri gerði fundarmönnum grein fyrir undirbúningsvinnu sem farin er af stað vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023. Frekari vinnu er frestað til haustsins.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Farið var yfir áherslur í fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar fyrir árin 2020 - 2022. Fræðslunefnd stefnir á að ljúka gerð áherslna fyrir árin 2023-2025 haustið 2022.