Fara í efni

Fræðslunefnd

112. fundur
15. júní 2022 kl. 16:30 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Salóme Rut Harðardóttir varaformaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Erindisbréf fræðslunefndar
Málsnúmer 2206047
Farið var yfir erindisbréf fræðslunefndar. Lagt fram til kynningar.
2.
Danskur farkennari haustið 2022
Málsnúmer 2205308
Fræðslustjóri gerði grein fyrir komu dansks farkennara í grunnskóla Fjarðabyggðar haustið 2022. Fjarðabyggð hefur áður tekið þátt í samskonar verkefni og nemendur grunnskólanna sem og dönskukennarar notið góðs af. Fræðslunefnd fagnar framtakinu.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2023
Málsnúmer 2205097
Fræðslustjóri gerði fundarmönnum grein fyrir undirbúningsvinnu sem farin er af stað vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023. Frekari vinnu er frestað til haustsins.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Farið var yfir áherslur í fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar fyrir árin 2020 - 2022. Fræðslunefnd stefnir á að ljúka gerð áherslna fyrir árin 2023-2025 haustið 2022.