Fara í efni

Fræðslunefnd

118. fundur
16. nóvember 2022 kl. 16:30 - 19:30
Nesskóla í Neskaupstað
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Salóme Rut Harðardóttir varaformaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
Málsnúmer 2210162
Fræðslunefnd fór í heimsókn í Nesskóla, Tónskóla Neskaupstaðar og leikskólann Eyrarvelli. Stjórnendur skólanna veittu leiðsögn um skólahúsnæðið og gerðu um leið grein fyrir starfsáætlunum og skólanámskrám sem og að svara spurningum fundarmanna. Fræðslunefnd þakkar stjórnendum fyrir móttökuna, fróðlega og greinargóða yfirferð og skilmerkileg svör. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár.
2.
Sumarlokun leikskóla 2023
Málsnúmer 2210192
Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm spanni u.þ.b. tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði þessi:

Dalborg Eskifirði 21.06-18.07 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 03.07-28.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 03.07-28.07 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 12.07-09.08 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 21.07-18.08 báðir dagar meðtaldir

Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
3.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Fræðslustjóri greindi frá helstu niðurstöðum úr nemendakönnun 6.-10. bekkjar haustið 2022 og sagði frá hvernig unnið væri í skólunum með niðurstöðurnar. Niðurstöður rýndar, aðgerðaráætlanir unnar og sendar fræðslunefnd. Niðurstöðurnar eru hluti af innra mati skólans. Lagt fram til kynningar.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Greint var frá vinnu starfshóps um mótun áherslna í fræðslu- og frístundamálum 2023-2025. Komnar eru inn niðurstöður úr hugmyndavinnu fræðslu- og frístundstofnana/ráða/félaga. Starfshópurinn mun hittast miðvikudaginn 23. nóvember og vinna úr niðurstöðum.