Fara í efni

Fræðslunefnd

119. fundur
14. desember 2022 kl. 16:30 - 18:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar ákváðu að funda sameiginlega um fyrirliggjandi drög að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Drögin eru unnin af starfshópi sem skipaður var til verksins, en í honum sitja þrír fulltrúar fræðslunefndar og þrír fulltrúar íþrótta- og tómstundanefndar ásamt þremur starfsmönnum nefndanna. Að baki draga að áherslum liggur hugmyndavinna sem unnin var af starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana í Fjarðabyggð, Fjarðaforeldrum, fulltrúum íþróttafélaga í Fjarðabyggð, fulltrúm eldriborgara og ungmennaráði. Drögin voru lögð fram til kynningar og rædd. Ákveðið að hafa opinn fund 9. janúar á Fáskrúðsfirði þar sem áherslur yrðu kynntar og hægt að gera athugasemdir og halda í kjölfarið sameiginlegan fund hjá nefndunum 11. janúar.
2.
Rekstrarkostnaður grunnskóla sveitarfélaga árið 2021
Málsnúmer 2211066
Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar grunnskóla fyrir árið 2021.
3.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
Málsnúmer 2210162
Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar kynnti starfsáætlun og skólanámskrá skólans fyrir skólaárið 2022-2023 og svaraði spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun og skólanámskrá og þakkar skólastjóra fyrir greinargóð svör og upplýsandi kynningu.
4.
Fundaáætlun fræðslunefndar vorið 2023
Málsnúmer 2212085
Fyrir liggja drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2023. Fræðslunefnd samþykkir fundaáætlunina.