Fræðslunefnd
124. fundur
19. apríl 2023
kl.
16:30
-
18:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
formaður
Salóme Rut Harðardóttir
varaformaður
Birta Sæmundsdóttir
varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Kennslutímamagn grunnskóla 2023-2024
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um úthlutun tímamagns til grunnskóla skólaárið 2023-2024. Farið var yfir tillögu að úthlutun. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
2.
Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Fræðslustjóri sagði frá fundi með stjórnendum sérkennslu og stuðnings í grunnskólum Fjarðabyggðar ásamt stjórnanda stoð- og stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð og formaður fræðslunefndar gerði grein fyrir fundi á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 19. apríl í húsnæði Menntaskólans á Egilsstöðum. Öll erum sammála um að vanda vinnu við gerð nýrra reglna. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Fræðslustjóri fór yfir rekstarniðurstöður leikskóla fyrir árið 2021. Lagt fram til kynningar.
4.
Hinsegin fræðsla í grunnskólum Fjarðabyggðar
Borist hefur erindi frá samtökunum 22 til fræðslunefndar er varðar hinsegin fræðslu í skólum Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar að svara erindinu.