Fræðslunefnd
125. fundur
17. maí 2023
kl.
16:30
-
18:45
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
formaður
Salóme Rut Harðardóttir
varaformaður
Jónas Eggert Ólafsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn
Fulltrúar úr stjórn verkefnisins Hinsegin lífsgæði í grunnskólum í Fjarðabyggð kynntu efnivið frá fundi þeirra 19. apríl með tengiliðum, stjórnendum í grunnskólum Fjarðabyggðar og fulltrúa fjölskyldusviðs og sögðu frá fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á stöðu hinsegin nemenda í grunnskólum í Fjarðabyggð sem framkvæmd var í mars 2023. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
2.
Haustþing Kennarasamband Austurlands KSA
Til umræðu var bréf frá stjórn Kennarasambands Austurlands varðandi Haustþing KSA. Bréfinu var vísað frá bæjarráði til fræðslunefndar. Í bréfinu er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins við Haustþing KSA. Fræðslunefnd mun áfram styrkja Haustþing KSA með því að útvega aðstöðu til fundarhalda og styðja við grunnskólana svo þeir geti sótt þingið og greitt fyrir þá endurmenntun sem þar er í boði.
3.
Ungmennaráð 2022
Erindi ungmennaráðs um stöðupróf í sundi fyrir 7. til 10. bekk var tekið til umfjöllunar, en erindinu var vísað frá bæjarstjórn til fræðslunefndar. Í minnisblaði frá ungmennaráði er lagt til að stöðupróf verði tekið upp í sundi fyrir 7. til 10. bekk og þeir nemendur sem nái hæfniviðmiði fái að stunda annars konar heilsurækt, t.a.m. í líkamsræktarsal. Fræðslunefnd þakkar ungmennaráðinu fyrir erindið og tekur það til frekari skoðunar, m.a. með því að óska eftir umsögn íþróttakennara og skólastjóra grunnskólanna. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
4.
Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Kynnt var eyðublað sem grunnskólar Fjarðabyggðar eru beðnir um að vinna fyrir fund um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla með fulltrúum Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í Fjarðabyggð sem haldinn verður 24. maí.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir verkferlum við gerð fjárhagsáætlunar. Þá liggur fyrir minnisblað fræðslustjóra þar sem fram eru settar hugsanlegar breytingar á starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum milli áranna 2023 til 2024. Frekari umræðu er frestað til næsta fundar fræðslunefndar. Formaður fræðslunefndar lagði fram tillögu um að nefndin hefði aukafund 31. maí. Samþykkt samhljóða.
6.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Farið var yfir niðurstöður úr skólavoginni, niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir nemendur í 6.-10. bekk grunnskólanna í Fjarðabyggð, annars vegar í október og hins vegar í apríl. Niðurstöðurnar nýtast sem innra mat í grunnskólum Fjarðabyggðar og helstu niðurstöður eru birtar á heimasíðum skólanna og/eða í innra mats skýrslum skólanna. Niðurstöður eru kynntar nemendum og starfsfólki skóla sem og skólaráði. Niðurstöðurnar nýtast skólunum til úrbóta á skólastarfi. Lagt fram til kynningar.