Fara í efni

Fræðslunefnd

126. fundur
31. maí 2023 kl. 16:30 - 18:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Salóme Rut Harðardóttir varaformaður
Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Drögum að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti var vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar fagnefnda. Fræðslunefnd óskar eftir umsögn skólastjórnenda. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
2.
Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2302067
Farið var yfir kynningu Fjarðabyggðar sem kynnt var fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og barnamálaráðuneytinu og fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi 24. maí. Um er að ræða sjálfsmatstæki sem ætlað er til að auðvelda ákvarðanatöku í úthlutun fjármagns til grunnskóla. Lagt fram til kynningar.
3.
Fagháskólanám í leikskólafræði
Málsnúmer 2305272
Farið var yfir kynningu fulltrúa Háskólans á Akureyri, HA, á fagháskólanámi í leikskólafræði sem verður hluti af námsframboði HA og HÍ næsta skólaár. Fræðslunefnd þakkar kynninguna og fagnar því að slíkt nám sé í boði fyrir starfsfólk leikskóla.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Málsnúmer 2305048
Farið yfir drög að áætlun og skoðaðar leiðir til hagræðingar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar nefndarinnar 14. júní næstkomandi.