Fara í efni

Fræðslunefnd

127. fundur
14. júní 2023 kl. 16:30 - 18:50
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Salóme Rut Harðardóttir varaformaður
Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Ungmennaráð 2022
Málsnúmer 2203101
Fyrir liggur umsögn íþróttakennara og skólastjórnenda um tillögu ungmennaráðs um breytt fyrirkomulag sundkennslu 7. - 10. bekkjar í Fjarðabyggð. Fulltrúar allra grunnskólanna í Fjarðabyggð vilja óbreytt fyrirkomulag sundkennslu hjá nemendum í 7. bekk, en hugnast alveg að gera ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi sundkennslu hjá 8.-10. bekk. Þeir telja mikilvægt að skoða hvað þurfi að koma í staðinn fyrir sund í stundatöflu þegar nemendur hafa staðist stöðupróf í sundi með áherslu á björgunarþáttinn. Einnig telja þeir mikilvægt að hafa í huga að aðstaða er misjöfn eftir byggðarkjörnum og mikilvægt að taka tillit til þess. Fræðslunefnd felur grunnskólunum í Fjarðabyggð að taka upp stöðupróf í sundi fyrir 8.-10. bekk að hausti og felur skólunum að útfæra tillöguna nánar.
2.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Drögum að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti var vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar fagnefnda. Fræðslunefnd óskaði eftir umsögn skólastjórnenda. Umsögn liggur fyrir frá grunnskólastjórum, fræðslunefnd óskar eftir umsögn leik- og tónlistarskóla. Frestað til næsta fundar nefndarinnar.
3.
Jafnréttisstefna 2023-2026
Málsnúmer 2305145
Drög að Jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 sem vísað var frá bæjarstjórn til fagnefnda var tekin til umfjöllunar í fræðslunefnd. Fræðslunefnd samþykkir drögin með ákveðnum athugasemdum. Fræðslustjóra er falið að koma athugasemdum áfram.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Málsnúmer 2305048
Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 tekin til umræðu. Fræðslustjóri fór yfir helstu breytingar sem fyrirséðar eru á áætluðum fjölda nemenda, kennsluaðstöðu og kennslubúnaði ásamt þeim breytingum sem áherslur í fræðslu- og frístundamálum kalla á. Fræðslustjóra er falið að ljúka við drög að starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2024.