Fræðslunefnd
128. fundur
22. ágúst 2023
kl.
16:30
-
18:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
formaður
Salóme Rut Harðardóttir
varaformaður
Jónas Eggert Ólafsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Lísa Lotta Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Anna Marín Þórarinsdóttir
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu
Dagskrá
1.
Skólabyrjun skólaárið 2023-2024
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu gerði grein fyrir stöðunni í leik-, grunn- og tónlistarskólum í Fjarðabyggð, mönnun og framkvæmdir. Búið er að ráða í flestar stöður. Unnið er að framkvæmdum við Eskifjarðaskóla og munu þær standa eitthvað fram á haustið, en það mun þó ekki hafa áhrif á skólabyrjun í Eskifjarðarskóla.
2.
Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Til umræðu voru hugmyndir um breytingar á reglum um kennslutímaúthlutun til grunnskóla.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Farið var yfir undirbúningsvinnu vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar í fræðslumálum fyrir árið 2024.
Frekari umræðu um starfs- og fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar nefndarinnar.
Frekari umræðu um starfs- og fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar nefndarinnar.
4.
Fundaáætlun fræðslunefndar haust 2023
Fyrir liggur tillaga að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2023. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu
5.
Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar
Töluverð umræða hefur verið í samfélaginu um notkun snjallsíma í skólum. Fjarðabyggð setti sér ákveðnar reglur haustið 2018 sem fóru í endurskoðun ári síðar. Almenn sátt hefur verið með reglurnar.
Nefndin felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að leita álits hjá starfsfólki skólanna sem og Ungmennaráði Fjarðabyggðar varðandi reglurnar.
Nefndin felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að leita álits hjá starfsfólki skólanna sem og Ungmennaráði Fjarðabyggðar varðandi reglurnar.