Fara í efni

Fræðslunefnd

132. fundur
31. október 2023 kl. 17:00 - 19:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Birgir Jónsson formaður
Salóme Rut Harðardóttir varaformaður
Sigurjón Rúnarsson aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Ásta K. Guðmundsd. Michelsen áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Marín Þórarinsdóttir Stjórnandi fræðsumála og skólaþjónustur
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Málsnúmer 2305048
Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 var kynnt fyrir fræðslunefnd.
2.
Gjaldskrá leikskóla 2024
Málsnúmer 2309160
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2024.Í tillögunni er gert ráð fyrir 7,7% hækkun á dvalargjöldum og 4,9% hækkun á fæðisgjaldi frá árinu 2023. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
3.
Starfshópur fræðslumála 2023
Málsnúmer 2309181
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnti erindisbréf um skipan starfshóps fræðslumála sem hefur það verkefni að móta stefnu og aðgerðaráætlun um breytingu á núverandi rekstrar- og stjórnunarfyrirkomulagi leik-, grunn- og tónlistarskóla Fjarðabyggðar, með það fyrir augum að bæta faglegt starf og auka rekstrarlega samlegð.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til bæjarráðs.
4.
Íslenska æskulýðsrannsóknin 2023
Málsnúmer 2310143
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu lagði fram til kynningar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
5.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Drög að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti voru tekin fyrir á fundi fræðslunefndar eftir að óskað var eftir umsögn frá leik-, grunn- og tónlistarskólum.
Stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu var falið að koma athugasemdum á framfæri.
Fræðslunefnd samþykkir stefnuna að öðru leiti.
6.
Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Málsnúmer 2310057
Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nr. 238 var kynnt. Fræðslunefnd fagnar frumvarpinu og ítrekar mikilvægi þess að stofnunin þjóni öllu landinu.