Fræðslunefnd
134. fundur
12. desember 2023
kl.
16:30
-
18:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
formaður
Salóme Rut Harðardóttir
varaformaður
Jónas Eggert Ólafsson
aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson
aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Anna Marín Þórarinsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Marín Þórarinsdóttir
Stjórnandi fræðsumála og skólaþjónustur
Dagskrá
1.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Þingsályktunartillagan um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra var kynnt fyrir fræðslunefnd.
2.
Rekstrarkostnaður leikskóla 2022
Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar leikskóla fyrir árið 2022.
3.
Sumarlokun leikskóla 2024
Fyrir liggja óskir um breytingu á sumarlokun leikskólanna frá Kærabæ og Dalborg. Fræðslunefnd tók málið fyrir og samþykkir breytinguna. Sumarlokun leikskólanna verður því þessi:
Eyrarvellir Norðfirði 24.06-19.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 10.07-07.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 08.07-06.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 15.07-09.08 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 17.07-14.08 báðir dagar meðtaldir
Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Eyrarvellir Norðfirði 24.06-19.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 10.07-07.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 08.07-06.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 15.07-09.08 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 17.07-14.08 báðir dagar meðtaldir
Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
4.
Rekstrarkostnaður grunnskólanna 2022
Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar grunnskóla fyrir árið 2022.
5.
9 mánaða rekstraryfirlit 04
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs fyrstu níu mánuði ársins 2023.
6.
Erindi frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð - desember 2023
Til kynningar var framlagt erindi forstöðumanna bókasafnanna frá 1. desember 2023.
7.
Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Til kynningar voru nýjar starfsreglur forvarnateymis Fjarðabyggðar.
8.
Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Til kynningar voru nýjar áherslur forvarnateymis Fjarðabyggðar fyrir árin 2024-2026.
9.
Fundaáætlun fræðslunefndar vor 2024
Fyrir liggja drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir fyrra hluta ársins 2024. Fræðslunefnd samþykkir fundaráætlunina.
10.
Skýrsla stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir viðfangsefni leik-, grunn- og tónlistarskólanna í nóvembermánuði.
Fræðslunefnd þakkar greinagóða kynningu.
Fræðslunefnd þakkar greinagóða kynningu.