Fræðslunefnd
23. fundur
9. desember 2015
kl.
16:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir
Varaformaður
Óskar Þór Guðmundsson
Aðalmaður
Elvar Jónsson
Aðalmaður
Hildur Ýr Gísladóttir
Varamaður
Þóroddur Helgason
Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Einar Már Sigurðarson
Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Kynning skólastjórnenda
Skólastjórar Nesskóla, Grunnskóla Reyðarfjarðar, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Tónskóla Neskaupstaðar kynntu starf skólanna og ræddu við nefndina um starfsemi þeirra. Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir greinargóðar kynningar.
2.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Farið var yfir nýjar upplýsingar úr Skólavoginni, en Skólavogin er upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög. Farið var yfir niðurstöður úr nemendakönnun grunnskóla frá haustinu 2015 og rekstrarupplýsingar fyrir árið 2014. Farið er yfir niðurstöður nemendakönnunar í hverjum skóla og niðurstöður birtar á heimasíðum þeirra.
3.
Fundur fræðslustjóra og forstöðumanna skólaskrifstofa með mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóði
Fræðslustjóri gerði nefndinni grein fyrir fundi fræðslustjóra og forstöðumanna skólaskrifstofa með mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóði, sem haldinn var 27. nóvember. Minnisblað fræðslustjóra lagt fram til kynningar.