Fræðslunefnd
36. fundur
25. janúar 2017
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Formaður
Óskar Þór Guðmundsson
Aðalmaður
Elvar Jónsson
Aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson
Aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir
Varaformaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skólastofnanir
Fræðslunefnd heimsótti leikskólana Dalborg á Eskifirði og Lyngholt á Reyðarfirði ásamt aðstöðu leikskólanna í grunnskólunum. Skólastjórnendur sögðu frá skólastarfinu og aðstöðunni. Þörf er á byggja við báða skólana og á árinu 2017 hefur verið sett fjármagn í hönnunarvinnu. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir greinargóðar upplýsingar.
2.
Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni
Á siðasta fundi fræðslunefndar var fræðslustjóra falið að kanna hversu fjölbreytt hljóðfærakennsla er í tónlistarskólum Fjarðabyggðar og einnig hversu mikið aðgengi nemendur hefðu að æfingaaðstöðu í skólunum og félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð. Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra sem hann vann í samráði við skólastjóra tónlistarskólanna og íþrótta- og tómstundafulltrúa. Þar kemur m.a. fram að hljóðfæranám er mjög fjölbreytt í Fjarðabyggð og kennt á fjölmörg hljóðfæri. Söngnám er hins vegar ekki í boði á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði sem er bagalegt. Aðstaða til æfinga er í öllum skólum á meðan skólarnir eru opnir og þar æfa nemendur sig í nokkrum mæli. Aðstaða til hljómsveitaæfinga eftir 17:00 á daginn er hins vegar ekki til staðar í skólunum, en hefur verið tímabundið í félagsmiðstöðvunum á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði sem og í Mýrinni á Norðfirði. Fram kom að slík aðstaða væri til staðar en mikilvægt væri að umgengni væri góð og traust á milli þeirra sem æfa og forstöðumanna. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargott yfirlit og hvetur ungmenni að vera í sambandi við bæði skólastjórnendur tónlistarskólanna og forstöðumenn félagsmiðstöðva þannig að nýta megi sem best húsnæði sveitarfélagsins og tónlistaráhuga unga fólksins.
3.
Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum
Á siðasta fundi fræðslunefndar var umræðu um geðheilbrigðismál vísað til frekari vinnu á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra sem hann vann í samráði við forstöðumann Skólaskrifstofu Austurlands. Í minnisblaðinu er vitnað í reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr.584 og minnisblað frá lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar kemur m.a. fram að skipta megi sérfræðiþjónustunni í grófum dráttum í fjögur stig.
1. Skimun (forvarnarstarf). Á forræði starfsfólks skóla
2. Mat (athugun) á þörf fyrir aðstoð eða frekari greiningu. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla.
3. Eftirfylgni við mat á þörf og árangri. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla og
4. Frekari greining og meðferðarúrræði. Á forræði stofnana ríkisins.
Í minnisblaðinu kemur fram að skóinn kreppi helst á tveimur stöðum. Annars vegar eru það langir biðlistar hjá sálfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands, en hún annast stig 2 og 3 fyrir Austurland og hins vegar er skortur á sálfræðiþjónustu innan HSA, en stofnunni hefur ekki tekist að ráða í stöðugildi sem stofnunin hefur til ráðstöfunnar, en HSA er ein þeirra ríkisstofnana sem annast frekari greiningu og meðferðarúrræði sem falla undir stig 4.
Í minnisblaðinu kemur einnig fram að þeir sem þjónustuna veita séu vel meðvitaðir um stöðuna, en skortur sé á fagfólki og fjármagni. Vitnað er í sameiginlegt málþing sem haldið var í Grunnskóla Reyðarfjarðar síðastliðið haust með aðkomu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, HSA, Sarfa, VA, ME og Virk þar sem farið var ofan í stöðu mála. Þar kom í ljós mikilvægi þess að fjölga meðferðarúrræðum og stytta biðlista. Fræðslunefnd þakkar samantektina og hvetur sveitarstjórnir og ríkisvald að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið. Nefndin leggur jafnframt áherslu á mikilvægi forvarnafræðslu og fagnar málþingi eins og því sem haldið var síðasta haust og fræðslufundum stofnana og félagasamtaka.
1. Skimun (forvarnarstarf). Á forræði starfsfólks skóla
2. Mat (athugun) á þörf fyrir aðstoð eða frekari greiningu. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla.
3. Eftirfylgni við mat á þörf og árangri. Á forræði sérfræðiþjónustu skóla og
4. Frekari greining og meðferðarúrræði. Á forræði stofnana ríkisins.
Í minnisblaðinu kemur fram að skóinn kreppi helst á tveimur stöðum. Annars vegar eru það langir biðlistar hjá sálfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands, en hún annast stig 2 og 3 fyrir Austurland og hins vegar er skortur á sálfræðiþjónustu innan HSA, en stofnunni hefur ekki tekist að ráða í stöðugildi sem stofnunin hefur til ráðstöfunnar, en HSA er ein þeirra ríkisstofnana sem annast frekari greiningu og meðferðarúrræði sem falla undir stig 4.
Í minnisblaðinu kemur einnig fram að þeir sem þjónustuna veita séu vel meðvitaðir um stöðuna, en skortur sé á fagfólki og fjármagni. Vitnað er í sameiginlegt málþing sem haldið var í Grunnskóla Reyðarfjarðar síðastliðið haust með aðkomu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, HSA, Sarfa, VA, ME og Virk þar sem farið var ofan í stöðu mála. Þar kom í ljós mikilvægi þess að fjölga meðferðarúrræðum og stytta biðlista. Fræðslunefnd þakkar samantektina og hvetur sveitarstjórnir og ríkisvald að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið. Nefndin leggur jafnframt áherslu á mikilvægi forvarnafræðslu og fagnar málþingi eins og því sem haldið var síðasta haust og fræðslufundum stofnana og félagasamtaka.
4.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara hafa lokið gerð vegvísis að aðgerðaráætlun samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember síðastliðinn. Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar í framhaldinu til funda við þá forystumenn sveitarfélaga sem standa að rekstri grunnskóla og koma til með að bera ábyrgð á framkvæmd þess verkefnis sem bókun eitt með kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Á fundunum fer fram kynning á vegvísinum og leitast verður við að svara spurningum fundarmanna um innihald hans og væntingar samningsaðila. Fundurinn fyrir Austurland fer fram í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, Búðareyri 1, 1. febrúar næstkomandi. Fræðslunefnd mun senda fulltrúa á fundinn og leggur áherslu á að vel takist til við vinnu um bókun 1 í kjarasamningi sveitarfélaga við grunnskólakennara. Bókunin gengur út á að ná sátt um starfsumhverfið með því að tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létt verði álagi af kennurum þar sem við á.
5.
Niðurstöður Pisa könnunar 2015
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem farið er yfir niðurstöðu pisa könnunar 2015 fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð. Fram kemur að árangur er umtalsvert betri en 2012 í þeim þremur greinum sem um ræðir. Í náttúrulæsi er árangur yfir landsmeðaltali, jafn landsmeðaltali í stærðfræðilæsi en neðan við landsmeðaltal í lesskilningi. Árangur er þó alls staðar neðan við OECD meðalal líkt og landið í heild. Bestur er árangur í stærðfræðilæsi sem er rétt við OECD meðaltalið. Fræðslunefnd gleðst yfir bættum árangri en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að skólastarfið einkennsit af fjölbreytilegum kennsluháttum í öllum námsgreinum, góðum skólabrag og vellíðan nemenda.