Fræðslunefnd
39. fundur
29. mars 2017
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Formaður
Kjartan Glúmur Kjartansson
Aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir
Varaformaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Lesblindir, kvíði, óöryggi, vanlíðan - ráðstefna í Maí 2017
Borist hefur bréf frá félagi lesblindra á Íslandi þar sem sagt er frá fyrirhugaðri ráðstefnu þar gestafyrirlesari er Dr. Edwin K.Yager. Ráðstefnan kostar félagið um 2 milljónir króna og leitar félagið eftir 35.000 kr. styrk til verkefnisins.
Fræðslunefnd felur fræðslusjtóra að kanna hvort sent verði út frá ráðstefnunni og samþykkir styrkveitingu verði það gert.
Fræðslunefnd felur fræðslusjtóra að kanna hvort sent verði út frá ráðstefnunni og samþykkir styrkveitingu verði það gert.
2.
Kennslutímaúthlutun grunnskóla 2017-2018
Fyrir liggur tillaga fræðslustjóra um kennslutímamagn fyrir skólaárið 2017-2018. Einnig liggur fyrir minnisblað fræðslustjóra þar sem fram kemur að vegna samsetningu nemendahópa þurfi að fjölga kennslutímum umfram það sem fjárhagsáætlun 2017 gerir ráð fyrir. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna en felur fræðslustjóra að fylgjast með þróun nemendafjölda til haustsins og leita leiða til þess að samþykkt kennslutímamagn rúmist innan fjárhagsáætlunar fyrir fræðslumál.
3.
Skóladagatöl 2017-2018
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Reynt er að samræma frídaga nemenda í hverjum byggðarkjarna eftir því sem kostur er og tekst það að mestu að undanskyldum Norðfirði, en það stafar af fyrirhugaðri námsferð starfsmanna leikskólans á Eyrarvöllum. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
4.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Fræðslustjóri gerði grein fyrir hönnunarvinnu tengdri fyrirhuguðum viðbyggingum við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði. Samið var við arkitektastofuna Batteríið að hanna viðbyggingarnar.
5.
Málefni leikskóla
Rædd voru málefni leikskóla, m..a. atvik sem átti sér stað í Kærabæ. Fræðslustjóri greindi frá málavöxtum og vinnslu málsins. Einnig var rædd þróun nemendafjölda í leikskólum, en jöfn fjölgun hefur verið undanfarin ár og allt sem bendir til sömu þróunar næstu árin. Þá var rædd mönnun leikskóla og á hvern hátt sveitarfélagið gæti stutt við leikskólana til þess að efla fagmenntun og fjölga faglærðum leikskólakennurum.