Fræðslunefnd
40. fundur
10. maí 2017
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Formaður
Óskar Þór Guðmundsson
Aðalmaður
Elvar Jónsson
Aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir
Varaformaður
Starfsmenn
Guðmann Þorvaldsson
Áheyrnarfulltrúi
Halla Höskuldsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Anna Margrét Sigurðardóttir
Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
Áheyrnarfulltrúi
Andrea Borgþórsdóttir
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Jens Garðar Helgason
Embættismaður
Jón Björn Hákonarson
Embættismaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fyrirkomulag á lokun og opnun leikskóla í tengslum við sumarlokun
Fyrir liggur bréf frá leikskólastjórum þar sem rætt er um fyirkomulag á lokun og opnun leikskóla í tengslum við sumarlokun leikskóla. Æskilegasta formið að þeirra mati er að leikskólinn verði opinn fram að hádegi síðasta dag fyrir sumarlokun og leikskólinn opni aftur eftir sumarlokun í hádeginu. Ósk þeirra er að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp sumarið 2017. Fræðslunefnd getur ekki orðið við beiðninni þar sem nú þegar hefur verið auglýst sumarlokun og foreldrar ganga út frá þeim dögum sem auglýstir hafa verið. Fræðslunefnd telur rétt að ræða í haust um fyrirkomulag sumarlokunar leikskóla við fulltrúa foreldrafélaga, atvinnulífs og stjórnenda leikskóla.
2.
Ungt fólk - 8.-10.bekkur - vímuefnanotkun
Fyrir liggur skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnanotkun ungs fólks í Fjarðabyggð. Skýrslan byggir á könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúarmánuði árið 2017. Forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „íslenska módel“ nú notað sem fyrirmynd starfs víðs vegar í Evrópu. Fjarðabyggð hefur um 10 ára skeið verið með samning við Rannsóknir og greiningu um að taka saman sérstaka skýrslu fyrir sveitarfélagið og aðstoða við kynningu á niðurstöðum. Þriðjudaginn 25. apríl voru niðurstöður kynntar á opnum fundi um vímuefnamál í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Niðurstöðurnar sýndu að ungmennin okkar eru áfram afhuga vímuefnanotkun. Tóbaks- og áfengisnotkun og notkun á ólöglegum vímuefnum er hverfandi. Eina vímuefnið sem fer uppá við í notkun er raf-sígarettan (rafrettan), en í Fjarðabyggð eins og á landinu öllu eru ungmenni að fikta við hana og þar er mikilvægt að spyrna við fótum. Eftirtektarvert er að ungmennin segja afstöðu foreldra mjög skýra gegn allri notkun vímuefna, en skýr afstaða og stuðningur foreldra við ungmennin skiptir gríðarlegu máli. Fræðslunefnd lýsir ánægju með afstöðu unga fólksins til vímuefnanotkunar.
3.
Úthlutun úr Endurmennturnarsjóði grunnskóla 2017
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017 lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið Fjarðabyggð fékk styrk upp á 540.000 kr. vegna þriggja námskeiða og Grunnskóli Reyðarfjarðar fékk styrk upp á 72.000 kr. vegna eins námskeiðs.
4.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Formaður fræðslunefndar fór yfir vinnu vegna bókunar 1 í kjarasamningi KÍ og FG. Fylgt hefur verið leiðbeiningum í Vegvísi samstarfsnefndar SNS. Formaður nefndarinnar og fræðslustjóri hafa átt tvo fundi með fulltúum kennara í hverjum skóla. Fyrir liggja drög að úrbótaáætlunum fyrir skólana, en fulltrúar kennara munu kynna þau fyrir kennurum á næstu dögum. Fræðslunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til frekari umræðu og samþykktar í bæjarráði.