Fræðslunefnd
43. fundur
23. ágúst 2017
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Formaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
Áheyrnarfulltrúi
Bryndís Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Beiðni nemenda Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar um styrk vegna tónleikaferðar erlendis
Fyrir liggur beiðni nemenda Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar un styrk vegna tónleikaferðar erlendis. Fimm nemendur skólans ásamt skólastjóra og tveimur foreldrum slást í för með Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri og taka þátt í æfinga- og tónleikaferð til Þýskalands. Fræðslunefnd vísar beiðninni til fræðslustjóra til afgreiðslu.
2.
Ytra mat á grunnskóla - Nesskóla
Menntamálastofnun sér um framkvæmd ytra mats í leik-, grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skólar hafa verið valdir til ytra mats árið 2017 og Nesskóla er þar á meðal. Skólastarfið verður metið á haustönn 2017. Fræðslunefnd lýsir ánægju með valið, en bæði Grunnskólinn á Eskifirði og Grunnskóli Reyðarfjarðar fóru í slíkt mat 2014 og reyndist það bæði hvetjandi og gagnlegt fyrir skólastarfið. Þungamiðjan í matinu er a) stjórnun, b) nám- og kennsla og c) vinnubrögð við innra mat. Fræðslunefnd óskar matsmönnum og starfsfólki Nesskóla velfarnaðar í störfum sínum.
3.
Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd fagnar framtaki Stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Fjarðabyggð og tekur undir með hópnum að halda gildum Heilsueflandi samfélags á lofti við komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Fræðslunefnd mun hafa gildi Heilsueflandi samfélags í huga við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2018.
4.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2017
Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 19.júní 2017, lögð fram til kynningar.
5.
Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra varðandi vinnu við forhönnun viðbygginga við leikskólana Dalborg og Lyngholt. Í minnisblaðinu er einnig farið yfir fjöldatölur í leik- og grunnskólunum á Eskifirði og Reyðarfirði og líklegan fjölda nemenda næstu ár, ásamt fjölda barna í grunnskóla og ástandi leikskólahúsnæðis. Miðað við fjölda í árgöngum á leikskólaaldri og öra fjölgun barna á leik- og grunnskólaaldri á Reyðarfirði er brýnt að hefja framkvæmdir við viðbyggingu þar. Verði ekki hægt að fara í báðar viðbyggingar samtímis leggur fræðslunefnd til að byrjað verði á Lyngholti, en samtímis unnið að lagfæringum á lóð við Grunnskólann á Eskifirði. Fræðslunefnd vísar málinu til frekari umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018.
6.
Ráðningar í leik- og grunnskóla
Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningum nýrra starfsmanna í leik-, grunn- og tónlistarskóla Fjarðabyggðar. Fram kom að tekist hefði að ráða í flestar lausar stöður fyrir skólabyrjun og opna allar deildir leikskóla, grunn- og tónlistarskóla og frístundina. Á leikskólanum Lyngholti hefur nýjum börnum verið boðin vistun til 13:30, þar sem enn vantar starfsfólk til vinnu eftir hádegi, en vonir standa til að hægt verði að ráða og bjóða upp á fulla vistun á næstunni. Nemendum í bæði leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar er að fjölga á milli skólaára, sem aftur kallar á fleira starfsfólk. Fræðslunefnd fagnar fjölgun nemenda og því að tekist hafi að opna skólana með góðu starfsfólki og vonar að vel gangi að ráða í vetur, þegar taka þarf inn nýja nemendur. Jafnframt skorar fræðslunefnd á stýrihóp um Háksólasetur Austurlands að huga sérstaklega að námsframboði og námsaðstöðu fyrir þá sem vilja verða leik- og grunnskólakennarar.
7.
Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Lagt fram til kynningar erindi frá Gravelines til bæjarstjórnar varðandi stúdentasamskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines. Í erindinu koma fram hugmyndir sem lúta að því að ungt fólk á aldrinum 18 - 25 ára eigi kost á að taka þátt. Fræðslunefnd tekur vel í þróa verkefnið áfram.
8.
Upplýsingatæknimál - tölvuver grunnskólanna
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu upplýsingatæknimála í grunnskólum Fjarðabyggðar, en í haust er verið að taka í notkun svokallaða skýjalausn. Samhliða voru tölvuver skólanna aflögð og keyptar fartölvur og hleðsluskápar í skólana.
9.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Rætt var um forsendur starfs- og fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2018. Meðal annars var fjallað um þróun í nemendafjölda í skólum Fjarðabyggðar, en fyrirsjáanleg fjölgun er í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. þá voru ræddar áherslur í fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og hugmyndir sem tengjast Fjarðabyggð sem heilsueflandi samfélagi.