Fara í efni

Fræðslunefnd

49. fundur
13. desember 2017 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason Áheyrnarfulltrúi
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1711167
Fyrir liggur tillaga fræðslustjóra að sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð sumarið 2018. Þriðjudaginn 5. desember var haldinn fundur um sumarlokun leikskóla í Fjarðabyggð, þar sem mættir voru fulltrúar skólastjórnenda, Fjarðaforeldra og atvinnulífs. Á fundinum var rætt um lengd og fyrirkomulag sumarlokunar. Tillagan byggir á þeirri umræðu sem og reglum Fjarðabyggðar um leikskóla. Sumarlokunin verður í 4 vikur, 20 virka daga og sumarlokun skólanna spannar liðlega tvo mánuði. Tillaga að sumarlokun 2018 er sem hér segir:

Lyngholt
14.06
- 11.07 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir


28.06
- 25.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær

09.07
- 03.08 báðir dagar meðtaldir
Stöðvarfjarðarskóli

09.07
- 03.08 báðir dagar meðtaldir
Dalborg
18.07
- 16.08 báðir dagar meðtaldir
Þá geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
2.
Ytra mat á leikskólum 2018
Málsnúmer 1711014
Borist hefur svarbréf frá Menntamálastofnun þar sem stofnunin samþykkir að framkvæma ytra mat á leikskólanum Dalborg á Eskifirði, en sótt var um fyrir alla leikskólana í Fjarðabyggð nema Lyngholt sem nýlega hefur farið í ytra mat. Matið mun fara fram á tímabilinu frá september til desember 2018. Fræðslunefnd fagnar því að fá ytra mat á leikskólanum Dalborg.
3.
Breyting á skóladagatali leikksólanna Dalborgar og Lyngholts
Málsnúmer 1712049
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra þar sem fram kemur að beiðni hafi borist frá skólastjórnendum leikskólanna Dalborgar á Eskifirði og Lyngholts á Reyðarfirði um breytingu á skóladagatölum skólanna. Í báðum tilfellum er um að ræða flutning á skipulagsdögum og í báðum tilfellum er búið að bera flutninginn undir foreldraráð skólanna sem hafa samþykkt hann fyrir sitt leyti.
Á leikskólanum Dalborg er um að ræða flutning á skipulagsdegi sem átti að vera 1. júní 2018 til 2. janúar sama ár. Ástæðan er sú að mikil þörf er á að fá skipulagsdag til að skipuleggja vorönnina.
Í leikskólanum Lyngholti er um að ræða flutning á skipulagsdegi sem átti að vera 4. júní 2018 til 2. janúar sama ár. Ástæðan er sú að verið er að opna nýja leikskóladeild í Félagslundi og þörf á tíma til að skipuleggja skólastarfið sem best fyrir alla nemendur. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina.
4.
Menntun fyrir alla á Íslandi
Málsnúmer 1711166
Sveitarfélaginu hefur borist skýrsla Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um efnið "Menntun fyrir alla á Íslandi". Um er að ræða heildarúttekt Evrópumiðstöðvarinnar á skóla án aðgreiningar í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Úttektin fór fram á tímabilinu frá nóvember 2015 til ársbyrjunar 2017. Skýrsluna í heild má finna á síðu ráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/verkefni/allar-frettir/frett/2017/11/16/Lokaskyrsla-Evropumidstodvar-um-menntun-fyrir-alla-a-islensku. Lagt fram til kynningar.
5.
Vinna við forvarnir fyrir árið 2018
Málsnúmer 1711033
Fræðslustjóri gerði grein fyrir þremur forvarnarviðburðum sem fyrirhugaðir eru á vorönn 2018. Viðburðirnir eru Forvarnir og fræðsla um hættur við rafsígarettur, fyrirhugaður 22. og 23. janúar. Forvarnardagur VA, foreldrafélags VA og Nesskóla og fjölskyldusviðs er fyrirhugaður 23. og 24. febrúar og 5. og 6. mars verður kynfræðsla sem Siggu Dögg Arnardóttir mun annast. Í tengslum við þessa viðburði verða fyrirlestrar fyrir almenning. Einnig kom fram að Fjarðaforeldrar í samráði við fjölskyldusvið hafa hug á að koma á forvarnarviðburði um snjalltæki. Fræðslunefnd fagnar framtakinu og vonast til að mæting verði góða.
6.
Skólanámskrár og starfsáætlanir
Málsnúmer 1711030
Til umræðu voru skólanámskrár og starfsáætlanir leik- og grunnskólanna í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd frestar umræðu um starfsáætlanir og skólanámskrár til janúar.
7.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2017
Málsnúmer 1710134
Lög var fram til kynningar fundargerð frá aðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands, sem haldinn var á Egilsstöðum 6. desember 2017. Fundargerðina má finna á heimasíðu Skólaskrifstofu Austurlands á slóðinni http://skolaust.is/library/Skrar/Adalfudir/Fundargerð aðalfundar des. 2017.pdf. Á aðalfundinum var m.a. fræðsluerindi um Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og stefnumörkun Fljótsdalshéraðs sem byggir á sænska módelinu.
8.
Málefni nemenda
Málsnúmer 1710066
Fært sem trúnaðarmál